Hætt við tónleikaferð vegna brotinnar höfuðkúpu 9. ágúst 2010 06:00 Rokksveitin Endless Dark spilaði á Sonisphere á dögunum við góðar undirtektir.fréttablaðið/valli Ekkert varð af stuttri tónleikaferð rokksveitarinnar Endless Dark með bandarísku sveitinni Madina Lake um Bretland. Ástæðan er veikindi bassaleikara Madina Lake sem höfuðkúpubrotnaði eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás. „Þeir vilja ekki hafa önnur bönd með sér út af bassaleikaranum,“ segir gítarleikarinn Atli Sigursveinsson. Þetta voru vonbrigði fyrir Endless Dark því Madina Lake nýtur töluverðra vinsælda í Bretlandi og tónleikarnir hefðu verið góð kynning fyrir íslensku rokkarana. Endless Dark átti til að mynda að spila á hinum þekkta tónleikastað Barfly í London á miðvikudagskvöld en þeir duttu upp fyrir. Þegar ekkert varð af Madina Lake-ævintýrinu ákváðu Endless Dark að dvelja í Manchester um hríð við lagasmíðar og æfingar. Einnig spiluðu þeir á litlum tónleikum í borginni. Félagarnir frá Vesturlandi fóru þó enga fýluferð til Bretlands því þeir spiluðu á tónlistarhátíðinni Sonisphere 31. júlí. Þar komu einnig fram sveitir á borð við Iron Maiden, Rammstein, Mötley Crue og Placebo, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Að sögn Atla gekk spilamennskan mjög vel, auk þess sem hátíðin sjálf var mikil upplifun. „Það var „crazy“ að geta verið með passa þar sem maður komst inn á öll svæði og gat hitt öll böndin. Það var mjög „kúl“ að geta spilað meðal svona stórra banda,“ segir hann. Atli kynntist stjörnunum í hinum böndunum lítillega og hafði gaman af. „Ég talaði smá við Placebo-söngvarann og við gítarleikarann í Rammstein. Þeir eru allt öðruvísi þegar maður sér þá í eigin persónu.“ Hann segir einnig eftirminnilegt þegar Vince Neil, söngvarinn í Mötley Crue, mætti á VIP-svæðið í litlum golfbíl ásamt tveim föngulegum gellum. Á eftir þeim ók síðan annar golfbíll með tveimur gellum til viðbótar. Annað tónleikaferðalag til Bretlands er fyrirhugað síðar á þessu ári með aðstoð enska fyrirtækisins X-Ray Touring sem Endless Dark samdi við fyrir skömmu. Fyrsta plata sveitarinnar er einnig væntanleg síðar á árinu. Endless Dark, sem spilar post-harðkjarnarokk eða screamo, lenti í öðru sæti í alþjóðlegu hæfileikakeppninni Global Battle of the Bands fyrr á árinu og þykir með efnilegustu rokksveitum landsins um þessar mundir og þótt víðar væri leitað. freyr@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Ekkert varð af stuttri tónleikaferð rokksveitarinnar Endless Dark með bandarísku sveitinni Madina Lake um Bretland. Ástæðan er veikindi bassaleikara Madina Lake sem höfuðkúpubrotnaði eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás. „Þeir vilja ekki hafa önnur bönd með sér út af bassaleikaranum,“ segir gítarleikarinn Atli Sigursveinsson. Þetta voru vonbrigði fyrir Endless Dark því Madina Lake nýtur töluverðra vinsælda í Bretlandi og tónleikarnir hefðu verið góð kynning fyrir íslensku rokkarana. Endless Dark átti til að mynda að spila á hinum þekkta tónleikastað Barfly í London á miðvikudagskvöld en þeir duttu upp fyrir. Þegar ekkert varð af Madina Lake-ævintýrinu ákváðu Endless Dark að dvelja í Manchester um hríð við lagasmíðar og æfingar. Einnig spiluðu þeir á litlum tónleikum í borginni. Félagarnir frá Vesturlandi fóru þó enga fýluferð til Bretlands því þeir spiluðu á tónlistarhátíðinni Sonisphere 31. júlí. Þar komu einnig fram sveitir á borð við Iron Maiden, Rammstein, Mötley Crue og Placebo, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Að sögn Atla gekk spilamennskan mjög vel, auk þess sem hátíðin sjálf var mikil upplifun. „Það var „crazy“ að geta verið með passa þar sem maður komst inn á öll svæði og gat hitt öll böndin. Það var mjög „kúl“ að geta spilað meðal svona stórra banda,“ segir hann. Atli kynntist stjörnunum í hinum böndunum lítillega og hafði gaman af. „Ég talaði smá við Placebo-söngvarann og við gítarleikarann í Rammstein. Þeir eru allt öðruvísi þegar maður sér þá í eigin persónu.“ Hann segir einnig eftirminnilegt þegar Vince Neil, söngvarinn í Mötley Crue, mætti á VIP-svæðið í litlum golfbíl ásamt tveim föngulegum gellum. Á eftir þeim ók síðan annar golfbíll með tveimur gellum til viðbótar. Annað tónleikaferðalag til Bretlands er fyrirhugað síðar á þessu ári með aðstoð enska fyrirtækisins X-Ray Touring sem Endless Dark samdi við fyrir skömmu. Fyrsta plata sveitarinnar er einnig væntanleg síðar á árinu. Endless Dark, sem spilar post-harðkjarnarokk eða screamo, lenti í öðru sæti í alþjóðlegu hæfileikakeppninni Global Battle of the Bands fyrr á árinu og þykir með efnilegustu rokksveitum landsins um þessar mundir og þótt víðar væri leitað. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira