Íslenski boltinn

Valur skoðar danskan framherja í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Danni König. Mynd/Heimasíða Randers.
Danni König. Mynd/Heimasíða Randers.

Valsmenn eru enn að leita að liðsauka fyrir sumarið og í kvöld ætlar félagið að skoða danska framherjann Danni König. Sá er 23 ára gamall og kemur frá danska félaginu Randers.

Valur mætir Þrótti í æfingaleik klukkan 18.30 í Egilshöllinni í kvöld og þar fær König tækifæri til þess að láta ljós sitt skína.

Valsmenn geta einnig glaðst yfir þeim tíðindum að Baldur Ingimar Aðalsteinsson hefur jafnað sig af meiðslum og er klár í slaginn. Þrír leikmenn liðsins eru þó enn meiddir en það eru Ian Jeffs, Matthías Guðmundsson og Sigurbjörn Hreiðarsson.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×