Erlent

Kínverjar tala ekki við Norðmenn

Óli Tynes skrifar
Liu Xiabo og eiginkona hans.
Liu Xiabo og eiginkona hans.

Kínverjar hafa nú afboðað alla fundi með sjávarútvegsráðherra Noregs og Lisbeth Berg-Hansen hefur hætt við heimsókn sína til Peking. Hún er stödd í Sjanghæ þar sem hún heimsótti norska skálann á heimssýningunni.

Í gær var afboðaður fundur hennar með kínverskum kollega og í dag var tilkynnt að enginn myndi hitta hana. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði á fundi með fréttamönnum að Kínverjar hefðu fulla ástæðu til þess að vera Norðmönnum reiðir vegna þess að þeir veittu andófsmanninum Liu Xiabo friðarverðlaun Nóbels.

Norsk stjórnvöld hafa reynt að útskýra fyrir Kínverjum að ríkisstjórnin hafi ekkert með Nóbelsnefndina að gera og geti á engan hátt haft áhrif á ákvarðanir hennar. Kínverjar telja það enga afsökun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×