Innlent

Flugvélar til sýnis

Flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem Flugdagurinn er haldinn frá hádegi til klukkan fjögur.

Flugsýning hefst klukkan 13 og landhelgisgæslan verður með sýningaratriði. Þá verður sett á keppni á milli bíls og flugvélar á vellinum. Farþegaþota frá Icelandair mun lenda og taka á loft en Icelandair og Isavia eru í samvinnu við Flugmálafélag Íslands sem heldur sýninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×