Innlent

Afbrotafræðingur telur að handtökurnar auki traust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már var handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Mynd/ Anton.
Hreiðar Már var handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Mynd/ Anton.
„Það sem er merkilegast er kannski það að þetta sýnir að réttarvörslukerfið hefur verið að vinna sína vinnu," segir Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur um handtökur þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, sem báðir gegndu forstjórastöðum hjá Kaupþingi fyrir bankahrun.



Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur segir að traust almennings á réttarríkinu ætti að aukast eftir handtökurnar. Mynd/ Pjetur.
„Sérstakur saksóknari hefur fengið mál frá Fjármálaeftirlitinu og hefur verið að vinna sína vinnu og núna er almenningur farinn að sjá það," segir Hildigunnur. Hildigunnur segir að hún telji að atburðarrás síðasta sólarhringinn hljóti að auka traust fólks á réttarríkinu.

„Svona lögreglu og rannsóknarvinna fer yfirleitt fram á bakvið luktar dyr og núna fær fólk aðeins að sjá að það er í gangi vinna og það ætti að auka traust," segir Hildigunnur. Fólk ætti núna að sjá að við búum í réttaríki og réttarríkið sé að sinna sinn vinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×