Innlent

Rafmagnslaust víðsvegar um landið

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Rafmagnslaust og truflanir eru víðsvegar um landið. Ástæða þess er alvarleg bilun sem varð í byggðarlínu við Brennimel í Hvalfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru truflanir vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði.

Á suður- og suðvesturlandi er aftur á móti rafmagn en rafmagn fór af í nokkrar mínútur á Akranesi. Að öðru leyti hafa ekki orðið truflanir í umdæmi Orkuveitu Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá íbúum á Akureyri hefur bærinn verið án rafmagns frá því skömmu fyrir klukkan níu. Þá stöðvuðust kvikmyndasýningar í báðum kvikmyndahúsum bæjarins og þar situr fólk og bíður átekta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×