420 milljarða vantar upp á skuldbindingar 7. maí 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon 420 milljarða króna vantar upp á að ríkissjóður hafi fjármagnað áfallnar framtíðarskuldbindingar vegna eftirlauna opinberra starfsmanna. Þar af vantar um 350 milljarða inn í svokallaða B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) og um 40 milljónir inn í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga en einnig vantar nokkuð upp á að A-deild LSR standist tryggingafræðilegar kröfur. Þetta kom fram við umræður á Alþingi í gær. Til samanburðar voru tekjur ríkissjóðs áætlaðar 468 milljarðar króna í fjárlagafrumvarpi ársins 2010. B-deild LSR heldur utan um réttindi ríkisstarfsmanna sem hófu störf fyrir 1996. Réttindi þeirra eru ekki háð ávöxtun fjármuna LSR líkt og í öðrum lífeyrissjóðum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að B-deildin gæti staðið undir skuldbindingum fram til 2025. Auka þurfi inngreiðslur til að standa undir skuldbindingum eftir þann tíma. „Við þurfum endilega að fá alla saman að þessu borði til að skoða og kortleggja framtíðina,“ sagði Steingrímur. „Þetta er stórt og mikið samfélagslegt verkefni sem varðar okkur öll.“ Vandinn sé meðal annars sá að greiðslur inn í LSR voru ekki nægilegar á árunum 2004-2007 þegar afgangur á ríkissjóði var mestur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ósanngjarnt að lífeyrisþegi á almennum markaði, sem nú hefur skert réttindi vegna taps almennra lífeyrissjóða vegna hrunsins, þurfi jafnframt að þola það að hluti þeirra skatta, sem hann greiðir, renni í að standa undir óskertum lífeyri opinberra starfsmanna. Fram kom hjá fjármálaráðherra að þótt lífeyrissjóðirnir hafi þurft að skerða réttindi í kjölfar hrunsins séu réttindin sem þeir veita nú svipuð og var árið 2006. Opinberir starfsmenn hafi ekki notið aukinna réttinda frá 2006 fram að hruni í sama mæli og lífeyrisþegar á almennum markaði. Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, sagði að rétt væri að kanna möguleika á að leggja niður LSR, og nota eignir sjóðsins í að laga til í rekstri ríkisins. Fjármagna eigi lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna úr gegnumstreymissjóði. „Þeir eru hvort sem er með ríkisábyrgð,“ sgaði Vigdís. peturg@frettabladid.is Bjarni Benediktsson Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
420 milljarða króna vantar upp á að ríkissjóður hafi fjármagnað áfallnar framtíðarskuldbindingar vegna eftirlauna opinberra starfsmanna. Þar af vantar um 350 milljarða inn í svokallaða B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) og um 40 milljónir inn í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga en einnig vantar nokkuð upp á að A-deild LSR standist tryggingafræðilegar kröfur. Þetta kom fram við umræður á Alþingi í gær. Til samanburðar voru tekjur ríkissjóðs áætlaðar 468 milljarðar króna í fjárlagafrumvarpi ársins 2010. B-deild LSR heldur utan um réttindi ríkisstarfsmanna sem hófu störf fyrir 1996. Réttindi þeirra eru ekki háð ávöxtun fjármuna LSR líkt og í öðrum lífeyrissjóðum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að B-deildin gæti staðið undir skuldbindingum fram til 2025. Auka þurfi inngreiðslur til að standa undir skuldbindingum eftir þann tíma. „Við þurfum endilega að fá alla saman að þessu borði til að skoða og kortleggja framtíðina,“ sagði Steingrímur. „Þetta er stórt og mikið samfélagslegt verkefni sem varðar okkur öll.“ Vandinn sé meðal annars sá að greiðslur inn í LSR voru ekki nægilegar á árunum 2004-2007 þegar afgangur á ríkissjóði var mestur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ósanngjarnt að lífeyrisþegi á almennum markaði, sem nú hefur skert réttindi vegna taps almennra lífeyrissjóða vegna hrunsins, þurfi jafnframt að þola það að hluti þeirra skatta, sem hann greiðir, renni í að standa undir óskertum lífeyri opinberra starfsmanna. Fram kom hjá fjármálaráðherra að þótt lífeyrissjóðirnir hafi þurft að skerða réttindi í kjölfar hrunsins séu réttindin sem þeir veita nú svipuð og var árið 2006. Opinberir starfsmenn hafi ekki notið aukinna réttinda frá 2006 fram að hruni í sama mæli og lífeyrisþegar á almennum markaði. Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, sagði að rétt væri að kanna möguleika á að leggja niður LSR, og nota eignir sjóðsins í að laga til í rekstri ríkisins. Fjármagna eigi lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna úr gegnumstreymissjóði. „Þeir eru hvort sem er með ríkisábyrgð,“ sgaði Vigdís. peturg@frettabladid.is Bjarni Benediktsson
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira