Innlent

Grunuð um að hafa stolið matarmiðum og peningum frá Fjölskylduhjálp

Konan á að hafa brotist inn hjá Fjölskylduhjálp og stolið pening og matarmiðum.
Konan á að hafa brotist inn hjá Fjölskylduhjálp og stolið pening og matarmiðum.

Kona sem er grunuð um að hafa brotist inn til Fjölskylduhjálpar er enn í haldi lögreglunnar.

Hún er í skýrslutöku en lögreglan grunar hana um að hafa farið inn til Fjölskylduhjálpar þar sem hún á að hafa stolið matarmiðum og peningum. Ekki er um háar fjárhæðir að ræða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þá voru þrír menn handteknir snemma í morgun vegna líkamsárásar á Bankastræti. Þeir eru einnig enn þá í haldi. Þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á karlmann. Allir hafa þeir gerst brotlegir við lög áður, meðal annars fyrir ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×