Íslenski boltinn

Davíð Birgisson lánaður í Selfoss

Elvar Geir Magnússon skrifar
Davíð Birgisson. Mynd/selfoss.org
Davíð Birgisson. Mynd/selfoss.org

Sóknarmaðurinn Davíð Birgisson mun spila með Selfyssingum í Pepsi-deildinni í sumar á lánssamningi frá KR.

Davíð er fæddur 1990 og á tvo leiki að baki með KR í Íslandsmóti.

Selfyssingum hefur gengið erfiðlega að fá leikmenn í vetur en Davíð lék æfingaleik með liðinu fyrr í vikunni og skoraði þar mark.

Davíð raðaði inn mörkum fyrir 2. flokk KR í fyrra þegar hann stóð uppi sem Íslandsmeistari. Spennandi verður að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti með nýliðunum á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×