Enski boltinn

Liverpool á eftir leikmanni Charlton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonjo Shelvey í leik með Charlton.
Jonjo Shelvey í leik með Charlton. Nordic Photos / Getty Images

Charlton hefur gefið Liverpool leyfi til að fara í samningaviðræður við hinn átján ára Jonjo Shelvey sem mun þegar hafa gengist undir læknisskoðun hjá síðarnefnda félaginu.

Shelvey hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar komið við sögu í 48 leikjum með Charlton en hann lék sinn fyrsta leik með liðinu sextán ára gamall. Hann á einnig fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands.

Hann hefur verið orðaður við fjölda félaga í ensku úrvalsdeildinni en nú er útlit fyrir að hann sé á leið til Liverpool fyrir 1,7 milljónir punda.

Þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning á sautján ára afmælisdaginn sinn sagði Phil Parkinson, stjóri Charlton, að hann hefði aldrei séð jafn góðan leikmann á þessum aldri í Englandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×