Innlent

Hundrað þúsund eiga eftir að skila skattframtali

Hundrað þúsund manns eiga eftir að sitja sveittir yfir skattframtalinu í kvöld. Mynd úr safni.
Hundrað þúsund manns eiga eftir að sitja sveittir yfir skattframtalinu í kvöld. Mynd úr safni.

Yfir hundrað þúsund manns eiga eftir að skila skattframtali en á miðnætti í kvöld rennur út síðasti frestur einstaklinga til að skila.

Um 260 þúsund framtöl voru send út en nú laust fyrir hádegi höfðu 150.400 einstaklingar skilað. Það eru því býsna margir sem þurfa að sitja yfir bókhaldinu í kvöld.

Þeir sem hafa falið endurskoðendum eða bókhaldsfyrirtækjum að sjá um framtalsgerðina fyrir sig, þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessum fresti, því fagmenn hafa frest fram í maí til þess að skila framtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×