Fótbolti

Vináttulandsleikir: Holland og Portúgal með sigra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sulley Muntari og Robin van Persie eigast við í leik Gana og Hollands í kvöld.
Sulley Muntari og Robin van Persie eigast við í leik Gana og Hollands í kvöld. Nordic Photos / AFP

Þrír vináttulandsleikir fóru fram í kvöld hjá liðum sem eru í óða önn að undirbúa sig fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.

Holland vann 4-1 sigur á Gana. Mörk Hollendinga skoruðu Dirk Kuyt, Rafael van der Vaart, Wesley Sneijder og Robin van Persie en Asamoah Gyan minnkaði muninn fyrir síðarnefndu þjóðina.

Þá vann Portúgal lið Kamerún, 3-1. Raul Meireles skoraði tvö marka Portúgals og Nani eitt. Peirre Webo skoraði mark Kamerúna.

Þá tryggði Winston Parks Kostu Ríku 1-0 sigur á Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×