Enski boltinn

Martin Jol verður væntanlega næsti stjóri Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Jol.
Martin Jol. Mynd/Getty Images
BBC segir frá því í dag að samkvæmt þeirra heimildum mun Martin Jol verða nýr stjóri Fulham seinna í þessarri viku. Jol mun taka við af Roy Hodgson sem gerðist stjóri Liverpool 1. júlí síðastliðinn.

Hinn 54 ára gamli Hollendingur er núverandi þjálfari Ajax en hann myndi þá snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann stýrði liði Tottenham frá 2004 til 2007.

Sven-Goran Eriksson hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna á Craven Cottage en hann er spenntur fyrir því að halda áfram sem þjálfari Fílabeinsstrandarinnar.

Fulham lagði af stað í tíu daga æfingaferð til Svíþjóðar í dag og Martin Jol gæti hugsanlega bæst í hópinn þegar líður á vikuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×