Enski boltinn

HM-leikmennirnir verða ekki klárir í fyrsta leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði í dag að einhverjir leikmanna liðsins sem tóku þátt í HM verði ekki klárir í slaginn í upphafi tímabilsins.

HM-leikmenn United munu ekki mæta aftur til æfinga fyrr en 28. júlí og þeir hafa því takmarkaðan tíma til þess að koma sér í form því fyrsti leikur United í deildinni er 16. ágúst.

Aðrir leikmenn félagsins eru farnir í keppnisferð til Ameríku.

"Sigur er það sem þetta félag stendur fyrir. Það sem skiptir þó mestu máli er að koma öllum í gott stand fyrir tímabilið," sagði Ferguson.

"Við vitum ekki fyrr en líður á ágúst í hvaða standi HM-mennirnir verða en ég stórefast um að þeir munu allir spila fyrsta leik. Kannski spilar einn eða tveir leikmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×