Íslenski boltinn

Gunnleifur: Verðum að fara koma okkur niður á jörðina

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
„Það var allt annar bragur á þessu núna heldur en á móti Stjörnunni og að mínu mati vorum við betri aðilinn í þessum leik og áttum að klára þetta," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, eftir 1-1 jafntefli í vígsluleik gegn Keflvíkingum sem að spiluðu loks á sínum eigin heimavelli í kvöld. „Við vissum að þetta yrði stór dagur hjá þeim og óskum þeim innilega til hamingju með þetta. Þetta er glæsilegur völlur og umgjörðin flott en við ætluðum ekkert að gefa þeim neitt og taka hér þrjú stig." Gunnleifur segir að hans lið hafi ætlað að þagga niður í stemningunni í Keflavík með því að hirða öll stigin. „Við ætluðum okkur að þjappa niður stemninguna hérna og taka öll stigin en það gekk ekki. FH-ingar eru aldrei sáttir með eitt stig og vilja alltaf vinna og við verðum að fara koma okkur niður á jörðina," sagði Gunnleifur í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×