Einkaferð Jóhönnu til Brussel 4. febrúar 2010 10:56 Mynd/Anton Brink Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vildu vita hvert fundarefnið væri og þá gagnrýndi Vigdís að Jóhanna ætli ekki að ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum með Barroso. Guðlaugur benti á að í stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar væri talað um opinbera stjórnsýslu og í því ljósi spurði hann Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, út í þá leynd sem hvílt hafi yfir ferð Jóhönnu til Brussel. „Eins og fram hefur komið þá er heimsókn forsætisráðherra skilgreind sem einkaheimsókn. Hún fer til þess að ræða við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um ýmis brýn mál sem varða samskipti sambandsins og Íslands," sagði Össur. Guðlaugur sagði að ef málið hafi verið óljóst væri það nú með öllu óskiljanlegt. Hann benti á að aðstoðamaður Jóhönnu hafi sagt að um opinbera heimsókn væri að ræða. Vígdís beindi fyrirspurn sinni til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. „Komið hefur fram að forsætisráðherra hafi hafnað því að ræða við erlenda blaðamenn að fundi loknu í gær og er haft eftir blaðamönnum að slík framkoma sé einsdæmi og þeir sem hafni viðtali við blaðamenn eftir fundi með forseta framkvæmdastjórnarinnar eru að jafnaði einræðisherrar frá Mið-Asíu. Forsætisráðherra hefur því smánað þjóð sína með þessu hætti, það er að segja sé hún fulltrúi þjóðarinnar þarna úti á þessum fundum," sagði þingmaðurinn. Steingrímur sagði að varla væri boðlegt að svara Vigdísi. Fundur Jóhönnu með Barroso hafi staðið til í langan tíma. Um hefðbundin fund væri að ræða sem tengist málefnum Íslands. „Þó ég hafi oft haft uppi harða gagnrýni eða stór orð hér á þingi þá rekur mig nú ekki minni til þess að ég hafi líkt eða jafnað forsætisráðherrum Íslands við einræðisherra eða borið þá á þá að þeir væru að smána sína þjóð. Það skulu vera orð Vigdísar Hauksdóttur og hún skal eiga þau við sig," sagði Steingrímur. Tengdar fréttir Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vildu vita hvert fundarefnið væri og þá gagnrýndi Vigdís að Jóhanna ætli ekki að ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum með Barroso. Guðlaugur benti á að í stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar væri talað um opinbera stjórnsýslu og í því ljósi spurði hann Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, út í þá leynd sem hvílt hafi yfir ferð Jóhönnu til Brussel. „Eins og fram hefur komið þá er heimsókn forsætisráðherra skilgreind sem einkaheimsókn. Hún fer til þess að ræða við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um ýmis brýn mál sem varða samskipti sambandsins og Íslands," sagði Össur. Guðlaugur sagði að ef málið hafi verið óljóst væri það nú með öllu óskiljanlegt. Hann benti á að aðstoðamaður Jóhönnu hafi sagt að um opinbera heimsókn væri að ræða. Vígdís beindi fyrirspurn sinni til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. „Komið hefur fram að forsætisráðherra hafi hafnað því að ræða við erlenda blaðamenn að fundi loknu í gær og er haft eftir blaðamönnum að slík framkoma sé einsdæmi og þeir sem hafni viðtali við blaðamenn eftir fundi með forseta framkvæmdastjórnarinnar eru að jafnaði einræðisherrar frá Mið-Asíu. Forsætisráðherra hefur því smánað þjóð sína með þessu hætti, það er að segja sé hún fulltrúi þjóðarinnar þarna úti á þessum fundum," sagði þingmaðurinn. Steingrímur sagði að varla væri boðlegt að svara Vigdísi. Fundur Jóhönnu með Barroso hafi staðið til í langan tíma. Um hefðbundin fund væri að ræða sem tengist málefnum Íslands. „Þó ég hafi oft haft uppi harða gagnrýni eða stór orð hér á þingi þá rekur mig nú ekki minni til þess að ég hafi líkt eða jafnað forsætisráðherrum Íslands við einræðisherra eða borið þá á þá að þeir væru að smána sína þjóð. Það skulu vera orð Vigdísar Hauksdóttur og hún skal eiga þau við sig," sagði Steingrímur.
Tengdar fréttir Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08