Taílenskum nuddara var úthýst án ástæðu 4. febrúar 2010 06:00 Var neitað um að flytja inn sérhæfðan nuddara frá Taílandi og segir það hafa kippt grundvellinum undan rekstri nuddstofu hans á Álftanesi. Fréttablaðið/Stefán Umboðsmaður Alþingis segir félagsmálaráðuneytið ekki hafa farið að lögum þegar taílenskri konu var synjað um atvinnuleyfi á nuddstofu á Álftanesi. Hugsanlega hafi ráðuneytið bakað sér skaðabótaskyldu en það sé úrlausnarefni dómstóla. Bogi Jónsson, eigandi nuddstofunnar, segir það myndi verða gott að fá eitthvað til að minnka skaðann. „Ef þeir fimm félagsmálaráðherrar sem hafa haft með málið að gera og forstjóri Vinnumálastofnunar myndu biðja mig opinberlega afsökunar þá myndi ég láta það nægja,“ segir Bogi. Á árinu 2006 hugðist Bogi ráða taílenska mágkonu sína til starfa á nuddstofu sem hann var að koma upp við veitingastað sinn Gullna hliðið á Álftanesi. Mágkonan er með sérmenntun í nuddfræðum frá Wat Po-skólanum sem sagður er sá virtasti í Taílandi. Stofa Boga hafði einmitt þessa tegund nudds sem sérsvið. Vinnumálastofnun og síðar félagsmálaráðuneytið höfnuðu atvinnuumsókn mágkonu Boga. Ekki var talið að fullreynt væri að fá til starfa sambærilegan nuddara af evrópska efnahagssvæðinu þótt Bogi hafi auglýst starfið á þeim vettvangi. Hann hafi gert of þröngar og óraunhæfar kröfur. Þær voru meðal annars að viðkomandi hefði stundað nám í Konunglega Wat Po-heilsufræðiskólanum og talaði taílensku til að geta kynnt sér nýjustu strauma og stefnur í nuddinu. „Þau laun sem hún ætti að fá samkvæmt ráðningarsamningi bentu ekki til að verið væri að greiða fyrir langt nám eða mikla þekkingu launþegans,“ segir þess utan í áliti umboðsmanns um rök hinna opinberu aðila. Umboðsmaður Alþingis segir félagsmálaráðuneytið hvorki hafa byggt synjun sína á lögum né kannað málið nógu vel áður en ákvörðun var tekin. Ekki hafi verið sýnt fram á að Bogi hefði bersýnilega gert óhóflegar kröfur til viðkomandi starfsmanns. Bogi segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en að málalyktir nú, nærri fjórum árum eftir upphaf málsins, komi vonum seinna. „Baðhúsið hjá mér stóð autt í tvö ár á meðan ég var að þrjóskast við að ná þessu í gegn og það hefur aldrei komist almennilega í gang út af þessari vitleysu því maður var ekki öruggur með starfsmann,“ segir hann. Þótt mágkonan hafi ekki fengið atvinnuleyfið á sínum tíma segir Bogi að hún hafi komið hingað síðar í heimsókn. „Og nú er hún gift og á sína fjölskyldu hér.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir félagsmálaráðuneytið ekki hafa farið að lögum þegar taílenskri konu var synjað um atvinnuleyfi á nuddstofu á Álftanesi. Hugsanlega hafi ráðuneytið bakað sér skaðabótaskyldu en það sé úrlausnarefni dómstóla. Bogi Jónsson, eigandi nuddstofunnar, segir það myndi verða gott að fá eitthvað til að minnka skaðann. „Ef þeir fimm félagsmálaráðherrar sem hafa haft með málið að gera og forstjóri Vinnumálastofnunar myndu biðja mig opinberlega afsökunar þá myndi ég láta það nægja,“ segir Bogi. Á árinu 2006 hugðist Bogi ráða taílenska mágkonu sína til starfa á nuddstofu sem hann var að koma upp við veitingastað sinn Gullna hliðið á Álftanesi. Mágkonan er með sérmenntun í nuddfræðum frá Wat Po-skólanum sem sagður er sá virtasti í Taílandi. Stofa Boga hafði einmitt þessa tegund nudds sem sérsvið. Vinnumálastofnun og síðar félagsmálaráðuneytið höfnuðu atvinnuumsókn mágkonu Boga. Ekki var talið að fullreynt væri að fá til starfa sambærilegan nuddara af evrópska efnahagssvæðinu þótt Bogi hafi auglýst starfið á þeim vettvangi. Hann hafi gert of þröngar og óraunhæfar kröfur. Þær voru meðal annars að viðkomandi hefði stundað nám í Konunglega Wat Po-heilsufræðiskólanum og talaði taílensku til að geta kynnt sér nýjustu strauma og stefnur í nuddinu. „Þau laun sem hún ætti að fá samkvæmt ráðningarsamningi bentu ekki til að verið væri að greiða fyrir langt nám eða mikla þekkingu launþegans,“ segir þess utan í áliti umboðsmanns um rök hinna opinberu aðila. Umboðsmaður Alþingis segir félagsmálaráðuneytið hvorki hafa byggt synjun sína á lögum né kannað málið nógu vel áður en ákvörðun var tekin. Ekki hafi verið sýnt fram á að Bogi hefði bersýnilega gert óhóflegar kröfur til viðkomandi starfsmanns. Bogi segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en að málalyktir nú, nærri fjórum árum eftir upphaf málsins, komi vonum seinna. „Baðhúsið hjá mér stóð autt í tvö ár á meðan ég var að þrjóskast við að ná þessu í gegn og það hefur aldrei komist almennilega í gang út af þessari vitleysu því maður var ekki öruggur með starfsmann,“ segir hann. Þótt mágkonan hafi ekki fengið atvinnuleyfið á sínum tíma segir Bogi að hún hafi komið hingað síðar í heimsókn. „Og nú er hún gift og á sína fjölskyldu hér.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira