Sælgætisverksmiðja horfin í Hafnarfirði 12. júní 2010 06:00 Tækjakosturinn var orðinn gamall og ekki á færi hvers sem er að starfrækja hann. Mynd / Jóhannes g. bjarnason Sælgætisgerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason stendur ráðþrota frammi fyrir dularfullu hvarfi lífsviðurværis síns til margra ára; heilli brjóstsykursverksmiðju sem gufaði upp í Hafnarfirði síðasta sumar. Hann kærði málið sem þjófnað en lögregla hefur nú fellt málið niður. Jóhannes, sem hefur áratuga reynslu úr sælgætisiðnaði, rak um árabil brjóstsykursverksmiðjuna Bitmola á Dalvík ásamt syni sínum og öðrum ættingjum. „Þetta var í glerkrukkum og rokseldist alveg hreint," segir Jóhannes. Í fyrra ákvað fjölskyldan að söðla um og flytja starfsemina til borgarinnar. Öllu innvolsi verksmiðjunnar var komið fyrir í 20 feta gámi sem stóð síðan um hríð á lóð iðnaðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Þaðan hvarf gámurinn sporlaust í júní í fyrra. Innihald hans er metið á tvær til þrjár milljónir króna. Jóhannes undrast mjög að einhver skuli vilja stela brjóstsykursverksmiðju, eða yfirleitt þekkja slíka í sjón. Tækin séu gömul og afurðin auðþekkjanleg. „Hvað ætla menn að gera? Ef þeir færu að framleiða brjóstsykur í þessu þá myndi maður strax þekkja hann á því hvernig hann er mótaður." Jóhannes grunaði strax að lóðareigandinn hefði átt hlut að máli, enda hefði honum verið hótað dagsektum vegna gámsins sem stóð í óleyfi á lóðinni. Væri hann saklaus hlyti grunur að falla á keppinauta hans úr sælgætisbransanum. Jóhannes kærði því málið til lögreglu sem þjófnað. Í mars síðastliðnum var honum svo tilkynnt að rannsóknin hefði engu skilað og að málið hefði verið fellt niður. „Ég er nú búinn að gera ansi margt, örugglega meira en lögreglan," segir Jóhannes. Nær úrkula vonar um að verksmiðjan finnist ætlar hann þó að gera lokatilraun til að þefa gáminn uppi með því að grafast fyrir um skráningarnúmer hans og uppruna og reyna síðan rekja slóðina. Skyldi verksmiðjan hins vegar hafa komið fyrir sjónir einhvers liðið ár vonast hann til að myndirnar sem fylgja þessari frétt fái viðkomandi til að hafa við hann samband. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sælgætisgerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason stendur ráðþrota frammi fyrir dularfullu hvarfi lífsviðurværis síns til margra ára; heilli brjóstsykursverksmiðju sem gufaði upp í Hafnarfirði síðasta sumar. Hann kærði málið sem þjófnað en lögregla hefur nú fellt málið niður. Jóhannes, sem hefur áratuga reynslu úr sælgætisiðnaði, rak um árabil brjóstsykursverksmiðjuna Bitmola á Dalvík ásamt syni sínum og öðrum ættingjum. „Þetta var í glerkrukkum og rokseldist alveg hreint," segir Jóhannes. Í fyrra ákvað fjölskyldan að söðla um og flytja starfsemina til borgarinnar. Öllu innvolsi verksmiðjunnar var komið fyrir í 20 feta gámi sem stóð síðan um hríð á lóð iðnaðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Þaðan hvarf gámurinn sporlaust í júní í fyrra. Innihald hans er metið á tvær til þrjár milljónir króna. Jóhannes undrast mjög að einhver skuli vilja stela brjóstsykursverksmiðju, eða yfirleitt þekkja slíka í sjón. Tækin séu gömul og afurðin auðþekkjanleg. „Hvað ætla menn að gera? Ef þeir færu að framleiða brjóstsykur í þessu þá myndi maður strax þekkja hann á því hvernig hann er mótaður." Jóhannes grunaði strax að lóðareigandinn hefði átt hlut að máli, enda hefði honum verið hótað dagsektum vegna gámsins sem stóð í óleyfi á lóðinni. Væri hann saklaus hlyti grunur að falla á keppinauta hans úr sælgætisbransanum. Jóhannes kærði því málið til lögreglu sem þjófnað. Í mars síðastliðnum var honum svo tilkynnt að rannsóknin hefði engu skilað og að málið hefði verið fellt niður. „Ég er nú búinn að gera ansi margt, örugglega meira en lögreglan," segir Jóhannes. Nær úrkula vonar um að verksmiðjan finnist ætlar hann þó að gera lokatilraun til að þefa gáminn uppi með því að grafast fyrir um skráningarnúmer hans og uppruna og reyna síðan rekja slóðina. Skyldi verksmiðjan hins vegar hafa komið fyrir sjónir einhvers liðið ár vonast hann til að myndirnar sem fylgja þessari frétt fái viðkomandi til að hafa við hann samband.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira