Sælgætisverksmiðja horfin í Hafnarfirði 12. júní 2010 06:00 Tækjakosturinn var orðinn gamall og ekki á færi hvers sem er að starfrækja hann. Mynd / Jóhannes g. bjarnason Sælgætisgerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason stendur ráðþrota frammi fyrir dularfullu hvarfi lífsviðurværis síns til margra ára; heilli brjóstsykursverksmiðju sem gufaði upp í Hafnarfirði síðasta sumar. Hann kærði málið sem þjófnað en lögregla hefur nú fellt málið niður. Jóhannes, sem hefur áratuga reynslu úr sælgætisiðnaði, rak um árabil brjóstsykursverksmiðjuna Bitmola á Dalvík ásamt syni sínum og öðrum ættingjum. „Þetta var í glerkrukkum og rokseldist alveg hreint," segir Jóhannes. Í fyrra ákvað fjölskyldan að söðla um og flytja starfsemina til borgarinnar. Öllu innvolsi verksmiðjunnar var komið fyrir í 20 feta gámi sem stóð síðan um hríð á lóð iðnaðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Þaðan hvarf gámurinn sporlaust í júní í fyrra. Innihald hans er metið á tvær til þrjár milljónir króna. Jóhannes undrast mjög að einhver skuli vilja stela brjóstsykursverksmiðju, eða yfirleitt þekkja slíka í sjón. Tækin séu gömul og afurðin auðþekkjanleg. „Hvað ætla menn að gera? Ef þeir færu að framleiða brjóstsykur í þessu þá myndi maður strax þekkja hann á því hvernig hann er mótaður." Jóhannes grunaði strax að lóðareigandinn hefði átt hlut að máli, enda hefði honum verið hótað dagsektum vegna gámsins sem stóð í óleyfi á lóðinni. Væri hann saklaus hlyti grunur að falla á keppinauta hans úr sælgætisbransanum. Jóhannes kærði því málið til lögreglu sem þjófnað. Í mars síðastliðnum var honum svo tilkynnt að rannsóknin hefði engu skilað og að málið hefði verið fellt niður. „Ég er nú búinn að gera ansi margt, örugglega meira en lögreglan," segir Jóhannes. Nær úrkula vonar um að verksmiðjan finnist ætlar hann þó að gera lokatilraun til að þefa gáminn uppi með því að grafast fyrir um skráningarnúmer hans og uppruna og reyna síðan rekja slóðina. Skyldi verksmiðjan hins vegar hafa komið fyrir sjónir einhvers liðið ár vonast hann til að myndirnar sem fylgja þessari frétt fái viðkomandi til að hafa við hann samband. Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Sælgætisgerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason stendur ráðþrota frammi fyrir dularfullu hvarfi lífsviðurværis síns til margra ára; heilli brjóstsykursverksmiðju sem gufaði upp í Hafnarfirði síðasta sumar. Hann kærði málið sem þjófnað en lögregla hefur nú fellt málið niður. Jóhannes, sem hefur áratuga reynslu úr sælgætisiðnaði, rak um árabil brjóstsykursverksmiðjuna Bitmola á Dalvík ásamt syni sínum og öðrum ættingjum. „Þetta var í glerkrukkum og rokseldist alveg hreint," segir Jóhannes. Í fyrra ákvað fjölskyldan að söðla um og flytja starfsemina til borgarinnar. Öllu innvolsi verksmiðjunnar var komið fyrir í 20 feta gámi sem stóð síðan um hríð á lóð iðnaðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Þaðan hvarf gámurinn sporlaust í júní í fyrra. Innihald hans er metið á tvær til þrjár milljónir króna. Jóhannes undrast mjög að einhver skuli vilja stela brjóstsykursverksmiðju, eða yfirleitt þekkja slíka í sjón. Tækin séu gömul og afurðin auðþekkjanleg. „Hvað ætla menn að gera? Ef þeir færu að framleiða brjóstsykur í þessu þá myndi maður strax þekkja hann á því hvernig hann er mótaður." Jóhannes grunaði strax að lóðareigandinn hefði átt hlut að máli, enda hefði honum verið hótað dagsektum vegna gámsins sem stóð í óleyfi á lóðinni. Væri hann saklaus hlyti grunur að falla á keppinauta hans úr sælgætisbransanum. Jóhannes kærði því málið til lögreglu sem þjófnað. Í mars síðastliðnum var honum svo tilkynnt að rannsóknin hefði engu skilað og að málið hefði verið fellt niður. „Ég er nú búinn að gera ansi margt, örugglega meira en lögreglan," segir Jóhannes. Nær úrkula vonar um að verksmiðjan finnist ætlar hann þó að gera lokatilraun til að þefa gáminn uppi með því að grafast fyrir um skráningarnúmer hans og uppruna og reyna síðan rekja slóðina. Skyldi verksmiðjan hins vegar hafa komið fyrir sjónir einhvers liðið ár vonast hann til að myndirnar sem fylgja þessari frétt fái viðkomandi til að hafa við hann samband.
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira