Ragga Gísla og Bó starfa saman eftir þrjátíu ára hlé 15. október 2010 12:15 Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir í september árið 1980, um svipað leyti og platan Dagar og nætur kom út. Núna, þrjátíu árum síðar, liggja leiðir þeirra saman á nýjan leik. „Ég ætla aðeins að tékka á Bó,“ segir Ragnhildur Gísladóttir, sem verður einn af gestum Björgvins Halldórssonar á jólatónleikum hans í desember. Heil þrjátíu ár eru liðin síðan leiðir þeirra lágu síðast saman í hinum smáa íslenska tónlistarbransa, við plötuna Dagar og nætur. Ragnhildur fór ekki fögrum orðum um samstarfið við Björgvin í Poppbókinni eftir Jens Guð sem kom út 1983 og hefur því mörgum komið á óvart að sjá þau saman á auglýsingaplakötum fyrir jólatónleikana. Í bókinni er þetta haft eftir Ragnhildi: „Þetta átti að verða voða vinsælt pródúkt. Músíkin var leiðinleg og fílingurinn milli okkar Bjögga var upp og niður. Við höfum svo ólíkan músíksmekk.“ Minnst var á ummæli Ragnhildar í ævisögu Björgvins sem kom út fyrir nokkrum árum. Ragnhildur viðurkennir að þau Björgvin hafi ekki alltaf verið sammála á þessum tíma en þau hafi þó langt í frá verið einhverjir erkifjendur síðustu þrjátíu árin. Hún segir það engu að síður hafa komið sér dálítið á óvart þegar Björgvin hafði samband við hana vegna jólatónleikanna. „Við höfum ekkert verið að vinna neitt saman eða verið í neinum samskiptum fyrr en núna. En það er ekki búinn að vera neitt vondur fílíngur eða neitt. Það hefur bara ekki verið neitt samband og allt í góðu með það. En við getum bæði verið svolítið stríðin. Það getur verið að það sé eitthvað sem fólk er að tala um,“ segir hún. Björgvin er ánægður með að Ragnhildur sé komin í lið með sér eftir öll þessi ár. „Hún var í Brimkló um tíma og í framhaldi af því gerðum við plötuna Dagar og nætur, sem ég myndi segja að sé orðin hálfgerð klassík,“ segir hann en á henni eru slagararnir Ég gef þér allt mitt líf, titillagið Dagar og nætur og Fyrsta ástin. „Við gerðum þessa plötu og svo fór hún í Grýlurnar og svo í Stuðmenn. Það er sérstaklega gaman að fá hana til liðs við okkur. Við hlökkum mikið til að sjá hana því hún er ein af okkar bestu,“ fullyrðir hann. Spurður hvort samskipti þeirra hafi verið stirð í gegnum árin segir Björgin: „Nei, það hefur aldrei verið. Ekki af minni hálfu og ekki frá henni, held ég. Ég bara fór í eina átt og hún fór í aðra. Hún hefur ákveðið að mennta sig í tónsmíðum og það er bara æðislegt. Þessu samstarfi lauk bara og það er frábært að fá hana í lið með okkur á þessum tónleikum. Hún bætir svo sannarlega hópinn.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
„Ég ætla aðeins að tékka á Bó,“ segir Ragnhildur Gísladóttir, sem verður einn af gestum Björgvins Halldórssonar á jólatónleikum hans í desember. Heil þrjátíu ár eru liðin síðan leiðir þeirra lágu síðast saman í hinum smáa íslenska tónlistarbransa, við plötuna Dagar og nætur. Ragnhildur fór ekki fögrum orðum um samstarfið við Björgvin í Poppbókinni eftir Jens Guð sem kom út 1983 og hefur því mörgum komið á óvart að sjá þau saman á auglýsingaplakötum fyrir jólatónleikana. Í bókinni er þetta haft eftir Ragnhildi: „Þetta átti að verða voða vinsælt pródúkt. Músíkin var leiðinleg og fílingurinn milli okkar Bjögga var upp og niður. Við höfum svo ólíkan músíksmekk.“ Minnst var á ummæli Ragnhildar í ævisögu Björgvins sem kom út fyrir nokkrum árum. Ragnhildur viðurkennir að þau Björgvin hafi ekki alltaf verið sammála á þessum tíma en þau hafi þó langt í frá verið einhverjir erkifjendur síðustu þrjátíu árin. Hún segir það engu að síður hafa komið sér dálítið á óvart þegar Björgvin hafði samband við hana vegna jólatónleikanna. „Við höfum ekkert verið að vinna neitt saman eða verið í neinum samskiptum fyrr en núna. En það er ekki búinn að vera neitt vondur fílíngur eða neitt. Það hefur bara ekki verið neitt samband og allt í góðu með það. En við getum bæði verið svolítið stríðin. Það getur verið að það sé eitthvað sem fólk er að tala um,“ segir hún. Björgvin er ánægður með að Ragnhildur sé komin í lið með sér eftir öll þessi ár. „Hún var í Brimkló um tíma og í framhaldi af því gerðum við plötuna Dagar og nætur, sem ég myndi segja að sé orðin hálfgerð klassík,“ segir hann en á henni eru slagararnir Ég gef þér allt mitt líf, titillagið Dagar og nætur og Fyrsta ástin. „Við gerðum þessa plötu og svo fór hún í Grýlurnar og svo í Stuðmenn. Það er sérstaklega gaman að fá hana til liðs við okkur. Við hlökkum mikið til að sjá hana því hún er ein af okkar bestu,“ fullyrðir hann. Spurður hvort samskipti þeirra hafi verið stirð í gegnum árin segir Björgin: „Nei, það hefur aldrei verið. Ekki af minni hálfu og ekki frá henni, held ég. Ég bara fór í eina átt og hún fór í aðra. Hún hefur ákveðið að mennta sig í tónsmíðum og það er bara æðislegt. Þessu samstarfi lauk bara og það er frábært að fá hana í lið með okkur á þessum tónleikum. Hún bætir svo sannarlega hópinn.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira