Fótbolti

Rangers með átta fingur á meistaratitlinum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Scott Brown og Kris Boyd í baráttunni í leiknum í dag. Sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.
Scott Brown og Kris Boyd í baráttunni í leiknum í dag. Sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

Fátt getur komið í veg fyrir að Glasgow Rangers verji meistaratitil sinn í Skotlandi. Liðið vann erkifjendurna í Glasgow Celtic 1-0 í dag.

Rangers er nú með tíu stiga forystu á Celtic sem er í öðru sæti og eiga þeir bláklæddu að auki leik inni.

Leikurinn í dag var í járnum þar til Scott Brown, fyrirliði Celtic, fékk að líta rauða spjaldið á 66. mínútu en sá dómur þótti strangur.

Einum fleiri tók Rangers völdin á vellinum og Maurice Edu tryggði þeim sigurinn með eina marki leiksins í uppbótartíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×