Enski boltinn

Aquilani ekki á leið frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alberto Aquilani.
Alberto Aquilani. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Alberto Aquilani segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að leikmaðurinn kunni að vera á leið frá Liverpool.

Aquilani gekk í raðir Liverpool frá Roma á Ítalíu síðastliðið sumar fyrir 20 milljónir punda. Hann átti við meiðsli að stríða á leiktíðinni en þótti ekki standa undir væntingum þegar hann spilaði.

Umboðsmaðurinn sagði að það væri algjör fásinna að Aquilani væri aftur á leið til Ítalíu og kenndi hann enskum götublöðum um þessa umræðu.

„Ég veit ekki neitt því Alberto líður vel í Liverpool. Hann hefur náð góðum bata af ökklameiðslum sínum og ég tel að Liverpool vilji ekki missa hann fyrir næsta tímabil af þeim sökum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×