Jóhanna segir viðræðurnar gagnlegar 4. febrúar 2010 14:20 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa átt gagnlegar og efnismiklar viðræður við José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olli Rehn, núverandi stækkunarstjóra þess, í Brussel í morgun. Fundurinn átti að standa í 45 mínútur en lengdist í eina og hálfa klukkustund. „Það fór mikill tími í að ræða Icesave og samskipti Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," sagði Jóhanna í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Hún hafi gert Barroso grein fyrir því að það væri bæði óheppilegt og skaðlegt Íslandi þegar aðildarríki Evrópusambandsins tengdu lausn Icesave deilunnar við aðra endurskoðun AGS á efnahagsáætlun landsins. Jóhanna segist hafa farið ítarlega yfir stöðu mála á Íslandi og hún telji að aukins skilnings gæti á meðal Evrópuþjóða á málefnum Íslands. Forsætisráðherra telur af og frá að leyndarhjúpur hafi verið yfir þessari ferð hennar til Brussel. Til hafi staðið að hún hitti Barroso á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn en af því hafi því miður ekki geta orðið. Það hafi verið greint frá þessu opinberlega og að þessi fundur myndi eiga sér stað í febrúar. Þá sé hún ekki að forðast erlenda blaðamenn. „Ég var að koma úr viðtali við erlendan fjölmiðil," sagði Jóhanna. Þá var aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu rædd en hinn 24. febrúar kemur í ljós hvort framkvæmdastjórn ESB viðurkennir Ísland sem fullgilt umsóknarríki og verður umsóknin þá tekin formlega fyrir í marsmánuði. Forsætisráðherra sagðist vongóð um að umsókn Íslands verði samþykkt. Jóhanna átti einnig fundi með yfirmönnum EFTA og ESA í Brussel. Nánar verður rætt við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08 Einkaferð Jóhönnu til Brussel Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína. 4. febrúar 2010 10:56 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa átt gagnlegar og efnismiklar viðræður við José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olli Rehn, núverandi stækkunarstjóra þess, í Brussel í morgun. Fundurinn átti að standa í 45 mínútur en lengdist í eina og hálfa klukkustund. „Það fór mikill tími í að ræða Icesave og samskipti Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," sagði Jóhanna í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Hún hafi gert Barroso grein fyrir því að það væri bæði óheppilegt og skaðlegt Íslandi þegar aðildarríki Evrópusambandsins tengdu lausn Icesave deilunnar við aðra endurskoðun AGS á efnahagsáætlun landsins. Jóhanna segist hafa farið ítarlega yfir stöðu mála á Íslandi og hún telji að aukins skilnings gæti á meðal Evrópuþjóða á málefnum Íslands. Forsætisráðherra telur af og frá að leyndarhjúpur hafi verið yfir þessari ferð hennar til Brussel. Til hafi staðið að hún hitti Barroso á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn en af því hafi því miður ekki geta orðið. Það hafi verið greint frá þessu opinberlega og að þessi fundur myndi eiga sér stað í febrúar. Þá sé hún ekki að forðast erlenda blaðamenn. „Ég var að koma úr viðtali við erlendan fjölmiðil," sagði Jóhanna. Þá var aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu rædd en hinn 24. febrúar kemur í ljós hvort framkvæmdastjórn ESB viðurkennir Ísland sem fullgilt umsóknarríki og verður umsóknin þá tekin formlega fyrir í marsmánuði. Forsætisráðherra sagðist vongóð um að umsókn Íslands verði samþykkt. Jóhanna átti einnig fundi með yfirmönnum EFTA og ESA í Brussel. Nánar verður rætt við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08 Einkaferð Jóhönnu til Brussel Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína. 4. febrúar 2010 10:56 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08
Einkaferð Jóhönnu til Brussel Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína. 4. febrúar 2010 10:56