Enski boltinn

Defoe batt enda á bikarævintýri Leeds

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Becchio fagnar marki sínu í kvöld. Það dugði ekki til.
Becchio fagnar marki sínu í kvöld. Það dugði ekki til.

Lokakaflinn í hinu ótrúlega bikarævintýri C-deildarliðs Leeds í ensku bikarkeppninni var skrifaður í kvöld.

Þá tók liðið á móti Tottenham en liðin þurftu að mætast í annað sinn eftir að hafa gert jafntefli á White Hart Lane.

Jemain Defoe var vondi kallinn í Leeds-ævintýrinu því hann skoraði þrjú öll mörk Spurs í kvöld í 3-1 sigri liðsins.

Defoe kom Spurs yfir á 37. mínútu en Luciano Becchio tókst að jafna rétt fyrir hlé.

Úrvalsdeildarliðið var síðan sterkara í síðari hálfleik og þá bætti Defoe við tveimur mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×