Innlent

Jóhanna farin í frí - fór til útlanda í morgun

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er farin í frí. Ekki er gert ráð fyrir ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Hinsvegar er gert ráð fyrir að forsætisráðherra sitji ríkisstjórnarfund á föstudaginn samkvæmt upplýsingum frá Einari Karli Haraldssyni upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins.

Einar vildi ekkert segja til um hvert Jóhanna væri farin í frí en samkvæmt heimildum fréttastofu fór hún til útlanda í morgun ásamt sambýliskonu sinni.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í morgun að ríkisstjórnin myndi hitta stjórnarandstöðuna á fundi í dag vegna Icesave, þó slíkur fundur væri ekki formlega á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×