Innlent

Eldur í Rússatogara

MYND/Sigurjón

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang um tíuleytið, lagði töluverðan reyk upp af skipinu og voru reykkafarar sendir undir þiljur.

Eftir nokkra leit fundu þeir eld í klefa, sem hýsir raftöflur og kapla. Þaðan hafði eldurinn borist eitthvað víða og þurfti meðal annars að rífa veggi og klæðningu til að slökkva eld og glæður endanlega. Auk þess fylltist allt skipið af reyk og þurfti að reykræsta það.

Aðgerðir slökkviliðsins stóðu í sex klukkustundir. Nokkrir Rússar voru um borð þegar eldurinn kviknaði, en þá sakaði ekki. Eldsupptök eru ókunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×