Enski boltinn

Paul Ince í fimm leikja bann

Elvar Geir Magnússon skrifar

Paul Ince, knattspyrnustjóri MK Dons, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann. MK Dons, sem áður hét Wimbledon, er í tíunda sæti ensku C-deildarinnar.

Ince lét öllum illum látum í leik gegn Gillingham eftir að hans menn fengu á sig jöfnunarmark. Dómarinn rak hann á endanum upp í stúku.

Eftir þetta bann er ljóst að Ince fær ekki að vera á hliðarlínunni í þeim leikjum sem eftir eru á tímabilinu og verður í banni í fyrsta leik næsta tímabils einnig.

Það er þó talið að Ince verði rekinn á næstu dögum og John Gorman taki við stjórnartaumunum á MK Dons fyrir næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×