Enski boltinn

Bradley orðaður við Fulham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, er sagður vera einn þriggja þjálfara sem komi til greina sem arftaki Roy Hodgson hjá Fulham.

Hin nöfnin á listanum eru Sven-Göran Eriksson og Ottmar Hitzfeld, landsliðsþjálfari Sviss.

Eriksson var upprunalega efstur á listanum en hann íhugar núna að halda áfram þjálfun landsliðs Fílabeinsstrandarinnar.

Eddie Johnson, sem komst ekki í landsliðshóp Bradley fyrir HM, er spenntur fyrir því að fá Bradley til Fulham.

"Bob myndi standa sig vel hjá Fulham. Hann stóð sig frábærlega með landsliðið og er ekki ósvipaður Roy. Það væri sterkt hjá Fulham að fá hann til félagsins," sagði Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×