Íslenski boltinn

Þróttur og ÍA skildu jöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Þróttur og ÍA gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í 1. deild karla í knattspyrnu. Bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild.

ÍA komst tvívegis yfir í leiknum en Gary Martin og Arnar Már Guðjónsson skoruðu mörk liðsins í kvöld. Þróttarar jöfnuðu með mörkum Harðar Bjarnasonar og Ingva Sveinssonar.

ÍA er í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig en Þróttur í því áttunda með 22. Þetta var fyrsti leikur nítjándu umferðar.

Upplýsingar um markaskorara fegnar af Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×