Íslenski boltinn

Umfjöllun: Alfreð sökkti Stjörnunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar

Breiðablik vann sannfærandi sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í gærkvöldi en leikurinn endaði 4-0 fyrir Breiðablik. Með þessu halda þeir sér í toppsætinu og  juku á markamuninn gegn ÍBV sem náðu dramatískum sigri í kvöld í Eyjum.

 Leikurinn byrjaði afar fjörlega, en á sjöundu mínútu bjargaði Finnur Orri Margeirsson á línu eftir að Ellert Hreinsson hafði komist inn í sendingu á Ingvar Þór Kale og leikið á hann. Stuttu seinna átti Kári Ársælsson hörku skalla í slá.

Á fimmtándu mínútu átti sér stað afar umdeilt atvik, Alfreð Finnbogason lék á varnarmann Stjörnunnar og átti skot sem fór í þverslánna og niður. Hann virtist fara yfir línuna en dómarinn  lét leikinn halda áfram, þetta minnti afar mikið á mark Frank Lampards sem var dæmt af á HM um daginn.

Eftir þetta fjaraði leikurinn út að mestu í fyrri hálfleik en voru Blikar hættulegir. Hinsvegar buðu þeir upp á markaveislu í seinni hálfleik. Fyrsta markið kom á 48. Mínútu og var þar að verki Alfreð Finnbogason úr víti sem hann fékk sjálfur. Aðeins fimm mínútum seinna fékk hann annað víti og sendi hann Bjarna aftur í vitlaust horn og kom Blikum í 2-0.

Á 76.mínútu kórónaði hann svo frábærann leik með góðu hlaupi upp hægri kantinn þar sem hann lék á varnarmenn Stjörnunnar og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið.

Alfreð átti svo frábæra sendingu fyrir markið þar sem Haukur Baldvinsson var einn og óvaldaður og skoraði með fyrstu snertingu sinni en hann hafði komið inn á nokkrum sekúndum áður.

Stjarnan situr áfram í 7. Sæti í deildinni eftir þetta en þeir virðast áfram glíma við vandamál um að spila á útivelli.

Breiðablik  4- 0 Stjarnan

1-0 Alfreð Finnbogason(48.)

2-0 Alfreð Finnbogason(54.)

3-0 Alfreð Finnbogason(76.)

4-0 Haukur Baldvinsson(83.)

Áhorfendur:  1230

Dómari: Kristinn Jakobsson  7

Skot (á mark): 10 - 9 ( 7- 4)

Varin skot: Ingvar 3  – Bjarni 3

Horn:  7 - 2

Aukaspyrnur fengnar: 3  - 9

Rangstöður: 2 - 2

Breiðablik (4-2-3-1)

Ingvar Þór Kale 6

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6

Kári Ársælsson 5

Finnur Orri Margeirsson 7

Kristinn Jónsson 6

Jökull I. Elísabetarson 5

Guðmundur Kristjánsson 7

Olgeir Sigurgeirsson 4

(78. Árni Kristinn Gunnarsson  )

Alfreð Finnbogason 9 – Maður leiksins

Kristinn Steindórsson 5

(68. Andri Rafn Yeoman 5)

Guðmundur Pétursson 5

(82. Haukur Baldvinsson)

Stjarnan (4-4-2)

Bjarni Þórður Halldórsson 5

Bjarki Páll Eysteinsson 5

Daníel Laxdal 4

Tryggvi Sveinn Bjarnason 5

Jóhann Laxdal 5

Þorvaldur Árnason 6

Dennis Danry 3

(65. Björn Pálsson )

Atli Jóhannsson 4

(78. Arnar Már Björgvinsson)

Halldór Orri Björnsson 5

Ellert Hreinsson 5

(37. Hilmar Þór Hilmarsson 5)

Steinþór Freyr Þorsteinsson 6



Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Stjarnan.













Fleiri fréttir

Sjá meira


×