Umfjöllun: Sárt tap gegn Noregi Henry Birgir Gunnarsson á Laugardalsvelli skrifar 3. september 2010 16:08 Heiðar fagnar marki sínu í kvöld. Fréttablaðið/Anton Noregur vann sigur á Íslandi, 1-2, er liðin mættust í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012. Sigur Norðmanna var langt frá því að vera sanngjarn eða sannfærandi enda lék íslenska liðið vel og átti skilið að minnsta kosti stig úr leiknum. Það er þó aldrei spurt um sanngirni í íþróttum. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum og tók völdin nánast strax í upphafi. Aron Einar og Eggert Gunnþór tóku völdin á miðjunni og á vinstri vængnum voru þeir Gylfi Þór og Grétar Rafn sífellt hættulegir. Ísland komst síðan yfir á 38. mínútu er Gylfi fíflaði John Arne Riise, gaf fyrir markið þar sem Heiðar Helguson skoraði með frábæru hælskoti. 1-0 fyrir Ísland sem var fyllilega verðskuldað. Strákunum gekk ekki vel að halda á forystunni. Þeir gáfu eftir takið sem þeir höfðu á miðjunni og féllu allt of langt til baka í síðari hálfleik. Eftir aðeins 14 mínútur af síðari hálfleik var Noregur búinn að jafna. Risinn Brede Hangeland skallaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Riise. Hann stökk manna hæst í teignum og hærra en Gunnleifur markvörður sem kom sér ekki í nógu góða stöðu og hefði mátt gera betur. Gunnleifur átti annars góðan leik og bjargaði nokkrum sinnum frábærlega úr dauðafærum. Ísland skapaði ekki mikið í seinni hálfleik en Norðmenn refsuðu grimmilega korteri fyrir leikslok er Abdellaoue tók Sölva í bólinu, snéri hann af sér og lagði boltann smekklega í markið. Strákarnir reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki. Afar svekkjandi 1-2 tap niðurstaðan sem er engin óskabyrjun í riðlakeppninni. Margt jákvætt má þó taka úr þessum leik sem byggja má ofan á. Baráttuandinn er kominn aftur og því ber að fagna. Maður fékk loksins á tilfinninguna að leikmenn hefðu ánægju af því að spila fyrir Ísland og vildu virkilega leggja sig fram. Ástæðan fyrir því er klárlega sú uppstokkun sem hefur orðið í liðinu. Nokkrir leikmenn með áskrift að sæti eru dottnir út og inn eru komnir hungraðir, ungir strákar sem hafa augljóslega mikinn áhuga á því að standa sig fyrir landsliðið. Þeir eru þess utan mun sprækari og hafa meiri áhuga á því að spila fótbolta en kýla stanslaust út í loftið. Það er vel. Tapið er vissulega kjaftshögg en menn verða að byggja ofan á þennan leik því með þessu hugarfari og baráttu mun liðið bíta mun meira frá sér en í síðustu undankeppni. Ísland-Noregur 1-2 1-0 Heiðar Helguson (38.) 1-1 Brede Hangeland (59.) 1-2 Mohammed Abdellaoue (75.) Áhorfendur: 6.137 Dómari: Luca Banti 4. Skot (á mark): 9-8 (4-5) Varin skot: Gunnleifur 3 - Knudsen 3 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-12 Rangstöður: 3-1 Leikurinn var í beinni útsendingu á Boltavakt Vísis. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Ísland - Noregur. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Noregur vann sigur á Íslandi, 1-2, er liðin mættust í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012. Sigur Norðmanna var langt frá því að vera sanngjarn eða sannfærandi enda lék íslenska liðið vel og átti skilið að minnsta kosti stig úr leiknum. Það er þó aldrei spurt um sanngirni í íþróttum. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum og tók völdin nánast strax í upphafi. Aron Einar og Eggert Gunnþór tóku völdin á miðjunni og á vinstri vængnum voru þeir Gylfi Þór og Grétar Rafn sífellt hættulegir. Ísland komst síðan yfir á 38. mínútu er Gylfi fíflaði John Arne Riise, gaf fyrir markið þar sem Heiðar Helguson skoraði með frábæru hælskoti. 1-0 fyrir Ísland sem var fyllilega verðskuldað. Strákunum gekk ekki vel að halda á forystunni. Þeir gáfu eftir takið sem þeir höfðu á miðjunni og féllu allt of langt til baka í síðari hálfleik. Eftir aðeins 14 mínútur af síðari hálfleik var Noregur búinn að jafna. Risinn Brede Hangeland skallaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Riise. Hann stökk manna hæst í teignum og hærra en Gunnleifur markvörður sem kom sér ekki í nógu góða stöðu og hefði mátt gera betur. Gunnleifur átti annars góðan leik og bjargaði nokkrum sinnum frábærlega úr dauðafærum. Ísland skapaði ekki mikið í seinni hálfleik en Norðmenn refsuðu grimmilega korteri fyrir leikslok er Abdellaoue tók Sölva í bólinu, snéri hann af sér og lagði boltann smekklega í markið. Strákarnir reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki. Afar svekkjandi 1-2 tap niðurstaðan sem er engin óskabyrjun í riðlakeppninni. Margt jákvætt má þó taka úr þessum leik sem byggja má ofan á. Baráttuandinn er kominn aftur og því ber að fagna. Maður fékk loksins á tilfinninguna að leikmenn hefðu ánægju af því að spila fyrir Ísland og vildu virkilega leggja sig fram. Ástæðan fyrir því er klárlega sú uppstokkun sem hefur orðið í liðinu. Nokkrir leikmenn með áskrift að sæti eru dottnir út og inn eru komnir hungraðir, ungir strákar sem hafa augljóslega mikinn áhuga á því að standa sig fyrir landsliðið. Þeir eru þess utan mun sprækari og hafa meiri áhuga á því að spila fótbolta en kýla stanslaust út í loftið. Það er vel. Tapið er vissulega kjaftshögg en menn verða að byggja ofan á þennan leik því með þessu hugarfari og baráttu mun liðið bíta mun meira frá sér en í síðustu undankeppni. Ísland-Noregur 1-2 1-0 Heiðar Helguson (38.) 1-1 Brede Hangeland (59.) 1-2 Mohammed Abdellaoue (75.) Áhorfendur: 6.137 Dómari: Luca Banti 4. Skot (á mark): 9-8 (4-5) Varin skot: Gunnleifur 3 - Knudsen 3 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-12 Rangstöður: 3-1 Leikurinn var í beinni útsendingu á Boltavakt Vísis. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Ísland - Noregur.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira