Umfjöllun: Sárt tap gegn Noregi Henry Birgir Gunnarsson á Laugardalsvelli skrifar 3. september 2010 16:08 Heiðar fagnar marki sínu í kvöld. Fréttablaðið/Anton Noregur vann sigur á Íslandi, 1-2, er liðin mættust í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012. Sigur Norðmanna var langt frá því að vera sanngjarn eða sannfærandi enda lék íslenska liðið vel og átti skilið að minnsta kosti stig úr leiknum. Það er þó aldrei spurt um sanngirni í íþróttum. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum og tók völdin nánast strax í upphafi. Aron Einar og Eggert Gunnþór tóku völdin á miðjunni og á vinstri vængnum voru þeir Gylfi Þór og Grétar Rafn sífellt hættulegir. Ísland komst síðan yfir á 38. mínútu er Gylfi fíflaði John Arne Riise, gaf fyrir markið þar sem Heiðar Helguson skoraði með frábæru hælskoti. 1-0 fyrir Ísland sem var fyllilega verðskuldað. Strákunum gekk ekki vel að halda á forystunni. Þeir gáfu eftir takið sem þeir höfðu á miðjunni og féllu allt of langt til baka í síðari hálfleik. Eftir aðeins 14 mínútur af síðari hálfleik var Noregur búinn að jafna. Risinn Brede Hangeland skallaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Riise. Hann stökk manna hæst í teignum og hærra en Gunnleifur markvörður sem kom sér ekki í nógu góða stöðu og hefði mátt gera betur. Gunnleifur átti annars góðan leik og bjargaði nokkrum sinnum frábærlega úr dauðafærum. Ísland skapaði ekki mikið í seinni hálfleik en Norðmenn refsuðu grimmilega korteri fyrir leikslok er Abdellaoue tók Sölva í bólinu, snéri hann af sér og lagði boltann smekklega í markið. Strákarnir reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki. Afar svekkjandi 1-2 tap niðurstaðan sem er engin óskabyrjun í riðlakeppninni. Margt jákvætt má þó taka úr þessum leik sem byggja má ofan á. Baráttuandinn er kominn aftur og því ber að fagna. Maður fékk loksins á tilfinninguna að leikmenn hefðu ánægju af því að spila fyrir Ísland og vildu virkilega leggja sig fram. Ástæðan fyrir því er klárlega sú uppstokkun sem hefur orðið í liðinu. Nokkrir leikmenn með áskrift að sæti eru dottnir út og inn eru komnir hungraðir, ungir strákar sem hafa augljóslega mikinn áhuga á því að standa sig fyrir landsliðið. Þeir eru þess utan mun sprækari og hafa meiri áhuga á því að spila fótbolta en kýla stanslaust út í loftið. Það er vel. Tapið er vissulega kjaftshögg en menn verða að byggja ofan á þennan leik því með þessu hugarfari og baráttu mun liðið bíta mun meira frá sér en í síðustu undankeppni. Ísland-Noregur 1-2 1-0 Heiðar Helguson (38.) 1-1 Brede Hangeland (59.) 1-2 Mohammed Abdellaoue (75.) Áhorfendur: 6.137 Dómari: Luca Banti 4. Skot (á mark): 9-8 (4-5) Varin skot: Gunnleifur 3 - Knudsen 3 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-12 Rangstöður: 3-1 Leikurinn var í beinni útsendingu á Boltavakt Vísis. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Ísland - Noregur. Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Noregur vann sigur á Íslandi, 1-2, er liðin mættust í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012. Sigur Norðmanna var langt frá því að vera sanngjarn eða sannfærandi enda lék íslenska liðið vel og átti skilið að minnsta kosti stig úr leiknum. Það er þó aldrei spurt um sanngirni í íþróttum. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum og tók völdin nánast strax í upphafi. Aron Einar og Eggert Gunnþór tóku völdin á miðjunni og á vinstri vængnum voru þeir Gylfi Þór og Grétar Rafn sífellt hættulegir. Ísland komst síðan yfir á 38. mínútu er Gylfi fíflaði John Arne Riise, gaf fyrir markið þar sem Heiðar Helguson skoraði með frábæru hælskoti. 1-0 fyrir Ísland sem var fyllilega verðskuldað. Strákunum gekk ekki vel að halda á forystunni. Þeir gáfu eftir takið sem þeir höfðu á miðjunni og féllu allt of langt til baka í síðari hálfleik. Eftir aðeins 14 mínútur af síðari hálfleik var Noregur búinn að jafna. Risinn Brede Hangeland skallaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Riise. Hann stökk manna hæst í teignum og hærra en Gunnleifur markvörður sem kom sér ekki í nógu góða stöðu og hefði mátt gera betur. Gunnleifur átti annars góðan leik og bjargaði nokkrum sinnum frábærlega úr dauðafærum. Ísland skapaði ekki mikið í seinni hálfleik en Norðmenn refsuðu grimmilega korteri fyrir leikslok er Abdellaoue tók Sölva í bólinu, snéri hann af sér og lagði boltann smekklega í markið. Strákarnir reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki. Afar svekkjandi 1-2 tap niðurstaðan sem er engin óskabyrjun í riðlakeppninni. Margt jákvætt má þó taka úr þessum leik sem byggja má ofan á. Baráttuandinn er kominn aftur og því ber að fagna. Maður fékk loksins á tilfinninguna að leikmenn hefðu ánægju af því að spila fyrir Ísland og vildu virkilega leggja sig fram. Ástæðan fyrir því er klárlega sú uppstokkun sem hefur orðið í liðinu. Nokkrir leikmenn með áskrift að sæti eru dottnir út og inn eru komnir hungraðir, ungir strákar sem hafa augljóslega mikinn áhuga á því að standa sig fyrir landsliðið. Þeir eru þess utan mun sprækari og hafa meiri áhuga á því að spila fótbolta en kýla stanslaust út í loftið. Það er vel. Tapið er vissulega kjaftshögg en menn verða að byggja ofan á þennan leik því með þessu hugarfari og baráttu mun liðið bíta mun meira frá sér en í síðustu undankeppni. Ísland-Noregur 1-2 1-0 Heiðar Helguson (38.) 1-1 Brede Hangeland (59.) 1-2 Mohammed Abdellaoue (75.) Áhorfendur: 6.137 Dómari: Luca Banti 4. Skot (á mark): 9-8 (4-5) Varin skot: Gunnleifur 3 - Knudsen 3 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-12 Rangstöður: 3-1 Leikurinn var í beinni útsendingu á Boltavakt Vísis. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Ísland - Noregur.
Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira