Evrópubúar sækja í flugnám hjá Keili 27. febrúar 2010 08:00 Keilir er með nýlegar kennsluflugvélar og hýsir erlenda flugnema í fjölbýlishúsum sem bandaríski herinn byggði á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/GVA Tafir hafa orðið á því að þjálfun kínverskra atvinnuflugmanna hefjist í flugskóla Keilis í Reykjanesbæ. Samkvæmt skýrslu sem Capacent vann fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar nýlega átti verkefnið að hefjast í janúar og skapa tólf störf á árinu. Af því varð ekki. Nú er horft til þess að verkefnið hefjist í haust, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Kína er stórt land og vinnur á allt öðru tempói en við en það er verið að vinna í þessu.“ „Mín trú er sú að þessi tólf störf gætu orðið að veruleika á árinu,“ sagði Hjálmar Árnason. Í skýrslu Capacent sagði að strax í upphafi hefði verið gert ráð fyrir að tuttugu til fimmtíu kínverskir flugnemar dveldu hérlendis við nám í þrjátíu mánuði. „Þeim mun síðan fjölga á næstu árum og er áætlað að þeir verði 500 eftir fjögur ár. Fyrir hverja fimmtán nemendur þarf einn flugkennara,“ sagði í skýrslu Capacent. „Mikil eftirspurn er eftir þessu námi og samkeppnishæfni Keilis mikil þar sem öll aðstaða er til staðar og hægt að bjóða húsnæði og flug á mjög hagstæðu verði til þessara aðila.“ Capacent áætlaði að flugverkefnið skapaði 49 ársverk í Reykjanesbæ og 149 milljónir króna í launatekjur á næstu fjórum árum. Þetta væri þó varfærið mat, enda aðeins reiknað með störfum tengdum flugverkefnum sem eru komin lengst á veg. Þótt Kínverjarnir láti bíða eftir sér gengur flugkennsla vel hjá Keili og segir Hjálmar að eftirspurnin hafi aldrei verið meiri. „Við verðum vör við gríðarlega fjölgun fyrirspurna og skráninga,“ segir Hjálmar. Nýlega var fyrsti erlendi atvinnuflugmaðurinn útskrifaður frá Keili. Sá er frá Möltu. Á næstu vikum hefja um tíu Evrópubúar atvinnuflugmannsnám hjá Keili. Hjálmar segir að gæði námsins séu mikil, kennsluflugvélar nýjar og með þeim bestu sem þekkjast. Aðbúnaður sé góður og vegna þess hve krónan er veik um þessar mundir sé mjög hagstætt fyrir evrópska flugnema að sækja sér menntun á Íslandi um þessar mundir. „Það getur verið allt að helmingsmunur á verðinu,“ segir Hjálmar. „Þetta er einn af kostum hinnar veiku krónu.“ Fleiri verkefni séu í burðarliðnum og hann hafi fulla trú á því að tólf ný störf verði til í fluginu hjá Keili þetta árið. peturg@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Tafir hafa orðið á því að þjálfun kínverskra atvinnuflugmanna hefjist í flugskóla Keilis í Reykjanesbæ. Samkvæmt skýrslu sem Capacent vann fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar nýlega átti verkefnið að hefjast í janúar og skapa tólf störf á árinu. Af því varð ekki. Nú er horft til þess að verkefnið hefjist í haust, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Kína er stórt land og vinnur á allt öðru tempói en við en það er verið að vinna í þessu.“ „Mín trú er sú að þessi tólf störf gætu orðið að veruleika á árinu,“ sagði Hjálmar Árnason. Í skýrslu Capacent sagði að strax í upphafi hefði verið gert ráð fyrir að tuttugu til fimmtíu kínverskir flugnemar dveldu hérlendis við nám í þrjátíu mánuði. „Þeim mun síðan fjölga á næstu árum og er áætlað að þeir verði 500 eftir fjögur ár. Fyrir hverja fimmtán nemendur þarf einn flugkennara,“ sagði í skýrslu Capacent. „Mikil eftirspurn er eftir þessu námi og samkeppnishæfni Keilis mikil þar sem öll aðstaða er til staðar og hægt að bjóða húsnæði og flug á mjög hagstæðu verði til þessara aðila.“ Capacent áætlaði að flugverkefnið skapaði 49 ársverk í Reykjanesbæ og 149 milljónir króna í launatekjur á næstu fjórum árum. Þetta væri þó varfærið mat, enda aðeins reiknað með störfum tengdum flugverkefnum sem eru komin lengst á veg. Þótt Kínverjarnir láti bíða eftir sér gengur flugkennsla vel hjá Keili og segir Hjálmar að eftirspurnin hafi aldrei verið meiri. „Við verðum vör við gríðarlega fjölgun fyrirspurna og skráninga,“ segir Hjálmar. Nýlega var fyrsti erlendi atvinnuflugmaðurinn útskrifaður frá Keili. Sá er frá Möltu. Á næstu vikum hefja um tíu Evrópubúar atvinnuflugmannsnám hjá Keili. Hjálmar segir að gæði námsins séu mikil, kennsluflugvélar nýjar og með þeim bestu sem þekkjast. Aðbúnaður sé góður og vegna þess hve krónan er veik um þessar mundir sé mjög hagstætt fyrir evrópska flugnema að sækja sér menntun á Íslandi um þessar mundir. „Það getur verið allt að helmingsmunur á verðinu,“ segir Hjálmar. „Þetta er einn af kostum hinnar veiku krónu.“ Fleiri verkefni séu í burðarliðnum og hann hafi fulla trú á því að tólf ný störf verði til í fluginu hjá Keili þetta árið. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira