Enski boltinn

Ferguson hefur áhyggjur af Hargreaves

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson og Hargreaves eru hér saman á hestaveðreiðum.
Ferguson og Hargreaves eru hér saman á hestaveðreiðum.

Meiðslavandræði miðjumannsins Owen Hargreaves virðast engan enda ætla að taka og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkennir að hann hafi stórar áhyggjur af málinu.

Bæði hnén á Hargreaves eru illa farinn og hann hefur ítrekað þurft að leggjast undir hnífinn vegna meiðslanna. Hann er ekki enn orðinn góður og mun missa af upphafi tímabilsins í ár.

"Hann meiddist aftur í hnénu er sem er mikið áhyggjuefni. Hann verður í meðferð í Bandaríkjunum þar til hann er klár í að æfa á nýjan leik," sagði Ferguson.

Hargreaves hefur aðeins leikið örfáa leiki í búningi United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×