Enski boltinn

Martin O'Neill og James Milner verða áfram hjá Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa frá 2006.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa frá 2006. Mynd/AFP
Randy Lerner, eigandi Aston Villa er búinn að staðfesta það að Martin O'Neill verði áfram stjóri liðsins en félagarnir hittust og fóru yfir málin í gær.

Það er búinn að vera sterkur orðrómur um það að hinn 58 ára gamli Martin O'Neill væri á förum frá félaginu þar sem hann væri ósáttur við stefnu Lerner í félagsskiptamálum en O'Neill neitaði því reyndar í síðustu viku.

Lerner gat það einnig út við sama tækifæri að enski landsliðsmaðurinn James Milner yrði ekki seldur en mikill áhugi hefur verið á þessum snjalla miðjumanni sem lék mjög vel með Aston Villa á tímabilinu.

Martin O'Neill hefur verið stjóri Aston Villa síðan í ágúst 2006 en þriðja árið í röð endað liðið í sjötta sæti ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa endaði í 11. sæti á fyrsta ári hans með liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×