Íslenski boltinn

Vantar fjárhagsgögn frá fjórum félögum í Pepsi-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Leyfisnefnd KSÍ samþykkti leyfisumsóknir sjö félaga í Pepsi-deild karla í gær. Áttunda liðið, Keflavík, fékk ekki keppnisleyfi strax vegna mannvirkjamála.

Fjögur lið í Pepsi-deildinni fengu aftur á móti vikufrest til þess að klára sín mál en þau félög skiluðu ófullnægjandi fjárhagsgögnum. Það staðfesti Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, í gær. Liðin fjögur eru Breiðablik, ÍBV, Selfoss og Haukar.

Níu félög í 1. deild fengu þátttökuleyfi. Ófullnægjandi fjárhagsgögn vantar frá Fjölni og Þrótti en Fjarðabyggð fékk ekki þáttökuleyfi vegna mannvirkjamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×