Ólíklegt er að Grétar Rafn Steinsson komi með íslenska landsliðinu til Danmerkur þar sem liðið leikur á þriðjudagskvöldið.
Hann fór út af meiddur í kvöld en hann var tæpur fyrir leikinn.
„Hann hefur verið að glíma við meiðsli aftan í hnésbótunum í ákveðinn tíma. Hann þolir ekki meira en 60 mínútur á vikufresti og því tel ég minni líkur en meiri en að hann fari með okkur til Danmerkur."
Rúrik Gíslason hefur verið veikur undanfarna daga en kom inn á sem varamaður í kvöld. Spurður hvort að veikindi hefðu eitthvað haft að segja um hvort stöðu Rúriks í byrjunarliðinu svaraði Ólafur:
„Ég stillti upp mínu besta liði í kvöld."
Grétar Rafn tæpur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
