Íslenski boltinn

Stjórn Vals: Frétt Rúv tilhæfulaus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Stjórn knattspyrnudeildar Vals sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna fréttar Sjónvarps um þjálfaramál félagsins.

Þar var því haldið fram að Gunnlaugi Jónssyni, þjálfara meistaraflokks karla, hafi verið boðið að hætta strax með liðið eða þá að tímabilinu loknu. Samkvæmt fréttinni mun Guðjón Þórðarson vera í sigtinu sem eftirmaður Gunnlaugs.

Í yfirlýsingunni er þessu neitað og fullyrt að ekki hafi verið leitað annarra þjálfara.

Ekki náðist í Gunnlaug nú í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Yfirlýsing stjórnar knattspyrnudeildar Vals:

„Stjórn knattspyrnudeildar Vals vill taka fram að frétt íþróttadeildar RÚV um þjálfaramál félagsins er úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus með öllu, Gunnlaugur Jónsson er þjálfari meistaraflokks karla og ekki hefur verið leitað til annarra aðila.

f.h. knattspyrnudeildar Vals,

E. Börkur Edvardsson

formaðu"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×