Innlent

2,7 milljónum króna safnað

Hreiðar Hermannsson, faðir Hermanns Hreiðarssonar, afhenti gjafirnar sex í Barnaspítala Hringsins í gær.
Fréttablaðið/gva
Hreiðar Hermannsson, faðir Hermanns Hreiðarssonar, afhenti gjafirnar sex í Barnaspítala Hringsins í gær. Fréttablaðið/gva
Alls söfnuðust 2,7 milljónir króna á Herminator, árlegu góðgerðagolfmóti Hermanns Hreiðarsonar, sem haldið var í Vestmannaeyjum hinn 26. júní síðastliðinn. Söfnunarfénu var í gær deilt á milli sex góðgerðafélaga.

Umhyggja, Barnaspítali Hringsins og Mæðrastyrksnefnd fengu 700.000 krónur hvert. Blátt áfram, Barnahagur Vestmannaeyjum og SOS-barnaþorp fengu 200.000 krónur hvert.- sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×