Innlent

Ammoníaksleki í Njarðvíkurhöfn

Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að fiskverkunarhúsi við Njarðvíkurhöfn um tíu leitið í gærkvöldi, eftir að ammoníaksrör sprakk þar í vinnslusal og efnið streymdi út í andrúmsloftið.

Salurinn var mannlaus þegar þetta gerðist, en starfsmaður, sem átti viðkomu í húsinu fyrir tilviljun, varð lekans var.

Eiturefnakafarar slökkiliðsins fóru inn í salinn og skrúfðuðu fyrir lekann. Mikla ammoníakslykt lagði frá húsinu um tíma og lokaði lögregla leiðum að því, en hagstæð vindátt bar fnykinn frá íbúðabyggðinni og sakaði engan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×