Innlent

Fyrrverandi dómsmálaráðherra vill verða ráðuneytisstjóri

Valur Grettisson skrifar
Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Alls hafa 87 umsóknir borist um embætti ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis, sem verður til 1. janúar 2011 með sameiningu heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Meðal umsækjanda er Ragna Árnadóttir, lögfræðingur, en hún var dómsmálaráðherra þar til í lok sumars. Áður starfaði hún sem ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins.

Aðrir sem sóttu um eru Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur og Bolli Þór Bollason, sem var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.

Bolli var fyrst skipaður skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins árið 1987. Árið 2004 var hann skipaður ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.

Bolli snéri aldrei aftur í forsætisráðuneytið heldur hóf hann störf í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×