Innlent

Einn í haldi eftir rán í tveimur verslunum í nótt

Liðlega tvítugur karlmaður var handtekinn í Reykjavík í nótt eftir þjófnað í tveimur verslunum, ásamt öðrum manni á svipuðu reki, sem komst undan.

Þeir huldu andlit sín og stálu tóbaki úr sólarhringsverslun í Grímsbæ. Þaðan héldu þeir í sólarhringsverslun Olís við Suðurlandsbraut og ætluðu að leika sama leikinn, en lögrega kom strax á vettvang og náði öðrum manninum, sem gistir fangageymslur. Hann var ódrukkinn.

Ekki liggur fyrir hvort þeir ógnuðu afgreiðslufólki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×