Innlent

Fékk sér sundsprett í höfninni - hringt á slökkviliðið

MYND/GVA
Lögregla og slökkvilið voru kölluð að höfninni í Reykjavík nú rétt fyrir klukkan tvö en tilkynnt hafði verið um mann í höfninni. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að um sundgarp var að ræða sem þreytti sjósund sér til heilsubótar en ekki mann í nauð.Maðurinn synti í land og spjallaði við lögregluna og því var útkallið afturkallað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×