Leikarinn Will Arnett hvetur aðdáendur sína til að taka þátt í undirskriftasöfnun til bjargar nýjasta sjónvarpsþætti sínum. Þátturinn, Running Wilde, fór í loftið í síðasta mánuði en hlaut fremur dræmt áhorf.
Arnett leikur sjálfumglaðan milljónamæring sem reynir að heilla gamla kærustu úr menntaskóla að nýju. Fox-sjónvarpsstöðin pantaði þrettán þætti af Running Wilde en Arnett telur ólíklegt að fleiri verði gerðir ef áhorfið eykst ekki.
Aðdáendur hafa tekið vel í bón Arnetts enda er hann í guðatölu hjá mörgum, sér í lagi gömlum aðdáendum Arrested Development.
Ósáttur Arnett
