Innlent

Ofsótti fyrrverandi eiginkonu vopnaður flökunarhnífi

Þegar lögreglan hafði afskipti af manninum kastaði hann flökunarhnífi frá sér.
Þegar lögreglan hafði afskipti af manninum kastaði hann flökunarhnífi frá sér.

Snemma á laugardagsmorgun fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um mann sem hafði reynt að brjótast inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar á Selfossi. Lögreglumenn fundu manninn skammt frá heimili konunnar.

Hann reyndist verulega ölvaður og bar á sér flökunarhníf sem hann kastaði frá sér um leið og hann varð var við lögregluna.

Maðurinn hafði um nóttina ítrekað hringt í konuna og valdið henni ónæði. Skemmdir voru á hurða- og gluggakarmi eftir manninn sem reynt hafði að komast inn á heimili konunnar.

Hann var handtekinn og færður í fangageymslu og síðan yfirheyrður. Líkur eru á að lögreglustjóri fari fram á að manninum verði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×