Hefðu viljað meira samstarf 15. október 2010 06:00 Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, og Ófeigur Friðriksson, eigandi Hverfisbarsins, funduðu í gær um samþykkt borgarráðs. Þeir eru í forsvari fyrir Félag kráareigenda. Fréttablaðið/Vilhelm Veruleg óánægja er innan Félags kráareigenda með skort á samráði við ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar um styttingu á afgreiðslutíma áfengisveitingastaða. Félagar í Félagi kráareigenda, sem var stofnað árið 2007, eru veitingamenn í miðbæ Reykjavíkur. „Við sjáum ekki alveg hverju þetta á að breyta,“ segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins. „Hætta allir að lemja fólk eftir hálffimm?“ Samþykkt var á fundi Borgarráðs Reykjavíkur á miðvikudag að afgreiðslutími áfengisveitingastaða í miðborginni, þar sem heimilaður hefur verið lengri veitingatími áfengis um helgar, yrði styttur um klukkustund í tveimur áföngum. Um næstu áramót verður afgreiðslutíminn styttur um hálftíma, til klukkan 5 um morgunn og svo aftur um hálftíma að sex mánuðum liðnum, til klukkan 4.30. Að ári liðnu á svo að fara yfir reynsluna af breytingunni og leggja mat á áhrif hennar. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir samþykktina rökrétt framhald vinnu í nefnd um endurskoðun opnunartíma skemmtistaða. „Um málið var gerð skýrsla og fullt af aðilum sem voru til boðaðir voru til samráðs. Síðan varð ofan á að gera þetta svona,“ segir hann. Kormákur Geirharðsson, veitingamaður á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir þessa ákvörðun um styttingu afgreiðslutíma ef til vill vera næst því sem veitingamenn geti mögulega sætt sig við. Um leið kveður hann ráðist að vandamálinu á röngum stað með því að einblína á afgreiðslutímann. „Vandamálið er að löggæsla hefur snarminnkað í miðbænum,“ segir Kormákur og kveður fólk munu halda sér vakandi sjálft eins lengi og það vilji, hvar sem það aftur verði. „Ef framtíðin er að koma þessu aftur í heimahúsin, þá verður bara svo að vera.” Guðfinnur tekur í svipaðan streng. Hann segir ýmis teikn á lofti um jákvæðari þróun skemmtanahalds inni á veitingastöðunum, en telur ólíklegt að fólk hætti að slást eða láta illa þótt stöðum sé lokað fyrr. Hann kallar eftir enn meira samstarfi við Félag kráareigenda við að koma á úrbótum, enda þekki fáir jafn vel við hvað sé að eiga. olikr@frettabladid.is Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Veruleg óánægja er innan Félags kráareigenda með skort á samráði við ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar um styttingu á afgreiðslutíma áfengisveitingastaða. Félagar í Félagi kráareigenda, sem var stofnað árið 2007, eru veitingamenn í miðbæ Reykjavíkur. „Við sjáum ekki alveg hverju þetta á að breyta,“ segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins. „Hætta allir að lemja fólk eftir hálffimm?“ Samþykkt var á fundi Borgarráðs Reykjavíkur á miðvikudag að afgreiðslutími áfengisveitingastaða í miðborginni, þar sem heimilaður hefur verið lengri veitingatími áfengis um helgar, yrði styttur um klukkustund í tveimur áföngum. Um næstu áramót verður afgreiðslutíminn styttur um hálftíma, til klukkan 5 um morgunn og svo aftur um hálftíma að sex mánuðum liðnum, til klukkan 4.30. Að ári liðnu á svo að fara yfir reynsluna af breytingunni og leggja mat á áhrif hennar. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir samþykktina rökrétt framhald vinnu í nefnd um endurskoðun opnunartíma skemmtistaða. „Um málið var gerð skýrsla og fullt af aðilum sem voru til boðaðir voru til samráðs. Síðan varð ofan á að gera þetta svona,“ segir hann. Kormákur Geirharðsson, veitingamaður á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir þessa ákvörðun um styttingu afgreiðslutíma ef til vill vera næst því sem veitingamenn geti mögulega sætt sig við. Um leið kveður hann ráðist að vandamálinu á röngum stað með því að einblína á afgreiðslutímann. „Vandamálið er að löggæsla hefur snarminnkað í miðbænum,“ segir Kormákur og kveður fólk munu halda sér vakandi sjálft eins lengi og það vilji, hvar sem það aftur verði. „Ef framtíðin er að koma þessu aftur í heimahúsin, þá verður bara svo að vera.” Guðfinnur tekur í svipaðan streng. Hann segir ýmis teikn á lofti um jákvæðari þróun skemmtanahalds inni á veitingastöðunum, en telur ólíklegt að fólk hætti að slást eða láta illa þótt stöðum sé lokað fyrr. Hann kallar eftir enn meira samstarfi við Félag kráareigenda við að koma á úrbótum, enda þekki fáir jafn vel við hvað sé að eiga. olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira