Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 12:00 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. Ekkert hámark er í gildandi lögum um hversu mikið sveitarfélög geta skuldsett sig. Fréttablaðið greinir frá því í dag að vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum sé langt komin. Tvær nefndir á vegum ríkisins séu starfandi til að endurskoða sveitarstjórnarlögin. Á önnur nefndin að skila tillögum í formi frumvarps til samgönguráðherra í haust, en samkvæmt heimildum blaðsins verður þar lagt til þak á skuldsetningu sveitarfélaga. Vilja sérfræðingar að skuldir sveitarfélaga verði skilgreindar rúmt, þ.e undir þær falli bæði skuldir A-hluta og B-hluta sveitarfélaga, en undir B-hluta reksturs sveitarfélaga hafa fallið skuldir dótturfélaga þeirra, t.d falla skuldir Orkuveitunnar undir B-hluta Reykjavíkurborgar. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er með skattfé fellur undir A-hluta, eins og öll almenn þjónusta við íbúa o.fl. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að gera verði greinarmun á A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. „Það þarf að skoða það að í B-hluta hjá mörgum sveitarfélögum er þetta (hlutfall skulda innsk.blaðam) miklu hærra. Segjum að ef þetta verði sett í 150 prósent þá þarf nokkurra ára aðlögun að því," segir Halldór. Hann segir að þetta sé allt á skoðunarstigi ennþá. Eins og fréttastofa hefur greint frá kemur fram í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda gagnvart AGS að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þær lagabreytingar sem unnið er eftir núna eru því í samræmi við tilmæli AGS. En er þetta ekki löggjöf sem við þurftum fyrir tíu árum síðan? „Það er alveg rétt að það eru til ákveðin vandamál sem svona löggjöf hefði hugsanlega komið í veg fyrir," segir Halldór. Hann segir samt að ef fjárhagsstaða sveitarfélaga sé borin saman við stöðu ríkisins þá komi sveitarfélögin vel út úr þeim samanburði. Tengdar fréttir Dregið úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar Dregið verður úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta á að setja í lög fyrir áramót, en von er á frumvarpi frá fjármálaráðherra um fjármál sveitarfélaganna á haustþingi. 8. júlí 2010 18:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. Ekkert hámark er í gildandi lögum um hversu mikið sveitarfélög geta skuldsett sig. Fréttablaðið greinir frá því í dag að vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum sé langt komin. Tvær nefndir á vegum ríkisins séu starfandi til að endurskoða sveitarstjórnarlögin. Á önnur nefndin að skila tillögum í formi frumvarps til samgönguráðherra í haust, en samkvæmt heimildum blaðsins verður þar lagt til þak á skuldsetningu sveitarfélaga. Vilja sérfræðingar að skuldir sveitarfélaga verði skilgreindar rúmt, þ.e undir þær falli bæði skuldir A-hluta og B-hluta sveitarfélaga, en undir B-hluta reksturs sveitarfélaga hafa fallið skuldir dótturfélaga þeirra, t.d falla skuldir Orkuveitunnar undir B-hluta Reykjavíkurborgar. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er með skattfé fellur undir A-hluta, eins og öll almenn þjónusta við íbúa o.fl. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að gera verði greinarmun á A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. „Það þarf að skoða það að í B-hluta hjá mörgum sveitarfélögum er þetta (hlutfall skulda innsk.blaðam) miklu hærra. Segjum að ef þetta verði sett í 150 prósent þá þarf nokkurra ára aðlögun að því," segir Halldór. Hann segir að þetta sé allt á skoðunarstigi ennþá. Eins og fréttastofa hefur greint frá kemur fram í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda gagnvart AGS að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þær lagabreytingar sem unnið er eftir núna eru því í samræmi við tilmæli AGS. En er þetta ekki löggjöf sem við þurftum fyrir tíu árum síðan? „Það er alveg rétt að það eru til ákveðin vandamál sem svona löggjöf hefði hugsanlega komið í veg fyrir," segir Halldór. Hann segir samt að ef fjárhagsstaða sveitarfélaga sé borin saman við stöðu ríkisins þá komi sveitarfélögin vel út úr þeim samanburði.
Tengdar fréttir Dregið úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar Dregið verður úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta á að setja í lög fyrir áramót, en von er á frumvarpi frá fjármálaráðherra um fjármál sveitarfélaganna á haustþingi. 8. júlí 2010 18:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Dregið úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar Dregið verður úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta á að setja í lög fyrir áramót, en von er á frumvarpi frá fjármálaráðherra um fjármál sveitarfélaganna á haustþingi. 8. júlí 2010 18:32