Íslenski boltinn

Keflavík valtaði yfir Blika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.

Bikarmeistarar Breiðabliks áttu ekki góðan dag í kvöld er þeir mættu lærisveinum Willums Þórs Þórssonar í Keflavík í Lengjubikarnum. Lokatölur í leiknum 3-0 fyrir Keflavík.

Mörk Keflavíkur komu öll í síðari hálfleik og þau skoruðu Magnús Þórir Matthíasson og Ómar Karl Sigurðsson. Matthías skoraði tvö mörk.

Tveir Blikar fengu rautt spjald í leiknum en það voru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Elfar Freyr Helgason.

Upplýsingar fengnar frá fótbolti.net.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×