Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2010 13:15 Haukar fagna einu marka sinna í sumar. Haukar eiga enn von um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 dramatískan sigur á Fram á Vodafone-vellinum í dag. Sigurmark leiksins kom á fjórðu mínútu uppbótartímans er varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið höfðu sótt nokkuð stíft lokamínútur leiksins og freistuðu þess að klófesta öll stigin þrjú sem í boði voru. Haukar tefldu nokkuð djarft á lokamínútum leiksins og það borgaði sig í þetta skiptið. Loksins voru lukkudísirnar á þeirra bandi en það er þó enn langt í land fyrir þá rauðklæddu. Þrátt fyrir stigin þrjú í kvöld eru Haukar enn þremur stigum á eftir Grindavík og fjórum á eftir Fylki. Það þýðir að Haukum mun líklegast ekki duga sigur gegn Fylki á sunnudag þegar liðin mætast til að bjarga sæti sínu í deildinni. Þeir þurfa að treysta á að úrslit annarra leikja í síðustu tveimur umferðunum verði þeim hagstæð. Leikurinn í kvöld var afar lengi að komast almennilega í gang og gerðist í raun ekkert markvert í fyrri hálfleik. Framarar komu miklu beittari í síðari hálfleikinn og uppskáru mark á 53. mínútu. Ívar Björnsson var þar að verki eftir að hafa fylgt eftir eigin skalla sem hafnaði í stönginni eftir laglegan undirbúning Sam Tillern. Eftir þetta róðist leikurinn nokkuð og Haukar unnu sig betur inn í leikinn. Það gerðist þó ekki mikið hjá þeim fyrr en þeir fengu vítaspyrnu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Hún var dæmd eftir að Guðjón Pétur Lýðsson skaut boltanum í hendi varamannsins Jóns Orra Ólafssonar. Arnar Gunnlaugsson skoraði örugglega úr henni. Sem fyrr segir voru síðustu mínútur leiksins afar fjörlegar. Bæði lið sóttu stíft og þegar vel var liðið á uppbótartímann komst Magnús Björgvinsson, varamaður Hauka, í gott skotfæri eftir undirbúning Úlfars Hrafns Pálssonar. Skot hans var bjargað í horn en upp úr því skoraði Hilmar Trausti sigurmarkið dýrmæta. Hvort þetta mark eigi eftir að verða til þess að Haukar haldi áfram á þessari braut og komi sér upp úr fallsæti áður en mótinu lýkur verður að koma í ljós. Líklegt er þó að þeir verði að spila nokkuð betur en þeir gerðu lengst af í kvöld til að svo verði.Haukar - Fram 2-1 0-1 Ívar Björnsson (53.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (71.) 2-1 Hilmar Trausti Arnarsson (94.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 402. Dómari: Valgeir Valgeirsson (6) Skot (á mark): 8-14 (3-4)Varin skot: Daði 3 - Hannes 1Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 2-1Haukar (4-3-3): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Grétar Atli Grétarsson 6 Daníel Einarsson 5 Jamie McCunnie 7 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 4 (86. Hilmar Trausti Arnarsson -) Úlfar Hrafn Pálsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (66. Magnús Björgvinsson 5)Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 (86. Hlynur Atli Magnússon -) Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 7 Tómas Leifsson 3 (65. Jón Orri Ólafsson 4) Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Joe Tillen 7 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 5 (86. Guðmundur Magnússon -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins:Haukar - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Haukar eiga enn von um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 dramatískan sigur á Fram á Vodafone-vellinum í dag. Sigurmark leiksins kom á fjórðu mínútu uppbótartímans er varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið höfðu sótt nokkuð stíft lokamínútur leiksins og freistuðu þess að klófesta öll stigin þrjú sem í boði voru. Haukar tefldu nokkuð djarft á lokamínútum leiksins og það borgaði sig í þetta skiptið. Loksins voru lukkudísirnar á þeirra bandi en það er þó enn langt í land fyrir þá rauðklæddu. Þrátt fyrir stigin þrjú í kvöld eru Haukar enn þremur stigum á eftir Grindavík og fjórum á eftir Fylki. Það þýðir að Haukum mun líklegast ekki duga sigur gegn Fylki á sunnudag þegar liðin mætast til að bjarga sæti sínu í deildinni. Þeir þurfa að treysta á að úrslit annarra leikja í síðustu tveimur umferðunum verði þeim hagstæð. Leikurinn í kvöld var afar lengi að komast almennilega í gang og gerðist í raun ekkert markvert í fyrri hálfleik. Framarar komu miklu beittari í síðari hálfleikinn og uppskáru mark á 53. mínútu. Ívar Björnsson var þar að verki eftir að hafa fylgt eftir eigin skalla sem hafnaði í stönginni eftir laglegan undirbúning Sam Tillern. Eftir þetta róðist leikurinn nokkuð og Haukar unnu sig betur inn í leikinn. Það gerðist þó ekki mikið hjá þeim fyrr en þeir fengu vítaspyrnu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Hún var dæmd eftir að Guðjón Pétur Lýðsson skaut boltanum í hendi varamannsins Jóns Orra Ólafssonar. Arnar Gunnlaugsson skoraði örugglega úr henni. Sem fyrr segir voru síðustu mínútur leiksins afar fjörlegar. Bæði lið sóttu stíft og þegar vel var liðið á uppbótartímann komst Magnús Björgvinsson, varamaður Hauka, í gott skotfæri eftir undirbúning Úlfars Hrafns Pálssonar. Skot hans var bjargað í horn en upp úr því skoraði Hilmar Trausti sigurmarkið dýrmæta. Hvort þetta mark eigi eftir að verða til þess að Haukar haldi áfram á þessari braut og komi sér upp úr fallsæti áður en mótinu lýkur verður að koma í ljós. Líklegt er þó að þeir verði að spila nokkuð betur en þeir gerðu lengst af í kvöld til að svo verði.Haukar - Fram 2-1 0-1 Ívar Björnsson (53.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (71.) 2-1 Hilmar Trausti Arnarsson (94.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 402. Dómari: Valgeir Valgeirsson (6) Skot (á mark): 8-14 (3-4)Varin skot: Daði 3 - Hannes 1Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 2-1Haukar (4-3-3): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Grétar Atli Grétarsson 6 Daníel Einarsson 5 Jamie McCunnie 7 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 4 (86. Hilmar Trausti Arnarsson -) Úlfar Hrafn Pálsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (66. Magnús Björgvinsson 5)Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 (86. Hlynur Atli Magnússon -) Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 7 Tómas Leifsson 3 (65. Jón Orri Ólafsson 4) Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Joe Tillen 7 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 5 (86. Guðmundur Magnússon -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins:Haukar - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira