Enski boltinn

Donovan orðaður við City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landon Donovan skorar í leik Bandaríkjanna og Gana.
Landon Donovan skorar í leik Bandaríkjanna og Gana. Nordic Photos / Getty Images
Fullyrt er í enskum fjölmiðlum í dag að forráðamenn Manchester City íhugi nú að gera tilboð í bandaríska landsliðsmanninn Landon Donovan.

Þeim þótti mikið til hans koma á HM í Suður-Afríku en einnig þegar hann lék með Everton í fáeina mánuði í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Donovan er nú samningsbundinn LA Galaxy í Bandaríkjunum.

City hefur verið sagt á höttunum eftir mörgum sterkum leikmönnum í sumar og er talið líklegt að gengið verði frá kaupunum á Yaya Toure frá Barcelona á allra næstu dögum.

Þá er einnig talið afar líklegt að James Milner fari frá Aston Villa til City og þá er félagið einnig sagt hafa áhuga á portúgalska landsliðsmanninum Fabio Coentrao. Sá hefur verið orðaður við Real Madrid, Bayern München og Juventus að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×