Innlent

Tvö umferðaróhöpp með skömmu millibili við Hellisheiðarvirkjun

MYND/Pjetur

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi í Svínahrauni við Hellisheiðarvirkjun á fimmta tímanum. Mikil þoka er á svæðinu og ók bifreið aftan á aðra. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang en ekki vildi betur til en svo að ekið var aftan á sjúkrabílinn skömmu eftir að hann var kominn á staðinn. Að sögn slökkviliðsins varð enginn fyrir alvarlegum meiðslum.

Loka þurfti veginum vegna óhappsins að því er fram kemur í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×